Gríma - 01.11.1929, Page 90
70 SAGAN AF FJALLA-GUÐRÚNU
í óbyggðunum öll þessi mörgu ár, að henni voru
gefnar upp sakir og þeim systkinum báðum.
Skömmu síðar fór Jón bóndason þess á leit við
foreldra Guðrúnar, að hann fengi hennar til eigin-
konu og var það mál auðsótt af þeirra hendi; sögðu
þau að hann hefði mest til hennar unnið allra
manna. Barn þeirra systkina hafði dáið ungt, en
Guðrún hafði mjög þráð að fá að sjá það lifandi.
Leið nú vetur að vordogum. Þá gerði Jón brúð-
kaup sitt til Guðrúnar; stóð sú veizla vel og lengi,
var margt manna í boðinu og allir útleystir með
gjöfum; þótti veizlan hin virðulegasta. Á sama vori
bað Jón, bróðir Guðrúnar, systur mágs síns, og fékk
hennar. Hún hét Járngerður, fríð kona og gerfileg.
Gerðust þau nýt hjón.
Eftir þetta fluttu þeir nafnar sig og.allt sitt fólk
og fé vestur á fjöllin, reistu þar bú hjá hólnum góða
og nefndu bæinn Hól. Síðan var heiðarland það, er
þar var í kring, kennt við bæinn og nefnt Hólsfjöll.
Eru þau allvíðlend og voru áður óbyggð; eftir þetta
tóku þau að byggjast og urðu þar nokkrir bæir. Þau
Jón og Guðrún bjuggu að Hóli allt til elli og er
margt göfugra manna frá þeim komið þar eystra.
Jón og Járngerður bjuggu og í grend við systkini
sín. Voru bæði þessi hjón vinsæl og vel metin af
öllum mönnum.
Lýkur hér sögunni af Fjalla-Guðrúnu.