Gríma - 01.11.1929, Page 91
ÓDÁÐAHRAUN
71
19.
ðdáðahrann.
(Handrit Þorsteins M. Jónssonar, eftir sögn Guðrúnar
Jósúadóttur á Akureyri, 1904).
Ódáðahraun, þar sem allrahanda illvættir eiga
heima, sérstaklega útilegumenn, er þannig háttað,
að þar er helzt ekki líft að koma nokkrum almenni-
legum manni. Sól skín þar aldrei og einlægt er þar
niðamyrkur. Reynt hefur verið að fara með Ijós inn
í hraunið, en dáið hefur það jafnóðum, vegna ólofts
þess, er leggur af hinum vondu hraunbyggjum. Að
öðru leyti er mönnum hraunið ókunnugt, nema menn
vita, að þar búa flestir útilegumenn og aðrir þeir ó-
vinir, er guð hefur vanþóknun á.
20.
Æfisaga GuSninar Ketílsddttur.
Rituð eftir sögusögn hennar sjálfrar.
Guðrún Ketilsdóttir, sem venjulega var kölluð Gunna
»suða«, var uppi á fyrri hluta 19. aldar og hefur sennilega
dáið laust fyrir miðja öldina. Síðustu árin var hún á flæk-
ingi um Öngulstaðahrepp. Gunna var sí-masandi, hvar sem
hún var stödd, og þegar hún var ein á gangi á milli bæja,
talaði hún við sjálfa sig, svo að suðan heyrðist langar leiðir.
í ákafa sínum að tala slengdi hún öllu saman í einn hræri-
graut, svo að erfitt var að fylgjast með efninu; ber æfi-
sagan þess glögglega vottinn. — Þegar Gunna var gömul
orðin, kom hún eitt sinn að Syðra-Laugalandi til Sigfúsar
hreppstjóra Jónssonar (f 1855); þá var hún beðin að segja