Gríma - 01.11.1929, Qupperneq 100
80
VILTUR í FJÁRHÚSI
sóttar, enda hafi þetta verið ásetningur sinn frá
byrjun. Bein barnsins voru jörðuð í kirkjugarðin-
um. — Ekki er þess getið, hvort stúlkunni var refs-
að fyrir þetta eða ekki.
22.
Viltur í tjárMsl.
(Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar).
Einu sinni var maður nokkur, sem átti heima að
Tóvegg í Kelduhverfi, að gefa sauðfé sínu seint um
kvöld; þótt dagsett væri, var ekki mjög dimmt, því
að veður var heiðskírt. Húshurðin var aftur. Hann
gaf í garðann og jafnaði fyrir féð, eins og vant
var og ætlaði svo út. Greip hann varreku eða skáka-
reku, er stóð við garðann, en hana hafði hann haft
til þess að bera snjó á henni inn í garðann handa
fénu. Þegar hann ætlaði út, fann hann engar dyr á
húsinu, sem þó áttu að vera beint á móti garðahöfði;
gekk svo stundarkorn, að hann þreifaði fyrir sér, en
fann ekkert nema sléttan vegginn. Leiddist honum
þóf þetta og mælti hátt við sjálfan sig: »Hvað er
þetta! Því get eg ekki fundið neinar dyr á húsinu?«
En er hann hafði þetta mælt, sá hann opnast dyr á
húsinu í allt öðrum stað en þær annars voru, þegar
miðað var við garðahöfuðið; hann vissi líka að þær
réttu dyr höfðu ekki getað opnast sjálfkrafa. Reidd-
ist hann sjálfum sér fyrir ofsjón þessa, henti rek-
unni fram í þessar opnu dyr og um leið hurfu þær
sjónum hans. Að því búnu sneri hann sér við, gekk
rakleitt að þeim réttu dyrum og fann þær á sínum
stað. Fór hann við það heim. Morguninn eftir, þeg-