Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 23
1.
Silfursalinn og urðarhúinn.
[Handrit Ara Arnalds sýslumanns 1946. — Sjá Þjóðviljann, 11. árg.
1946, 43.-44. tbl.]
a. Silfursalinn.
Á Norðausturlandi er fjallgarður mikill, sem nefnd
ur var fyrr á öldum Dimmafjallgarður. Nú mun aðeins
nokkur hluti fjallgarðs þessa vera nefndur því nafni.
— Á fjallgarði þessum eru sýslumörk Norður-Múla-
sýslu og Norður-Þingeyjarsýslu, og yfir hann voru
farnar ýmsar leiðir, en tíðast var farin leiðin í milli
Grímsstaða á Fjöllum og Haugsstaða í Vopnafirði. En
það skal tekið fram, að hér er átt við Grímsstaði hina
gömlu, sem nú eru lagztir í eyði fyrir löngu. Mun
margur ferðalangurinn kannast við uppblásnar bæjar-
rústir eða bæjartóttir þessar, réttviðakveginnyfirFjöll-
in. Þessi leið, í milli Grímsstaða gömlu og Haugsstaða
í Vopnafirði, er óralöng dagleið, einn af lengstu fjall-
vegum landsins; auðnir og öræfi er yfir að fara, hálsa
og hæðir, hryggi og ása og í milli þeirra dimma og
djúpa dali eða eggslétta eyðisanda. Er því mjög villu-
gjarnt á fjallgarði þessum. — Illviðrasamt er á þessum
öræfum, þar sem norðannæðingarnir og austanaftök-
in skiptast á, og á vetrum eru veður öll válynd á fjall-
garði þessum.