Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 85
Gríma] SÖGUR JÓNS SIGFÚSSONAR 61
um. Við Hannes sögðumst taka okkur til þakka og
byrjuðum að drekka. „Þú ættir að ná þér í sopa,
gæzka,“ sagði kóngur við drottninguna, sem sat á rúm-
stokknum hjá honum; ,,eg skal ge£a þér tár út í það.“
Drottningin fór og kom aftur að vöru spori með bolla
milli hálfs og fulls af kaffi, settist á stokkinn hjá kóngi
og rétti bollann í áttina til hans, en hann fyllti boll-
ann úr flöskunni. „Ja Friðrik! Þetta var of mikið. Eg
verð full!“ sagði drottningin. „Og ekki held eg það,“
sagði kóngur; „þetta er svo meinlaust." — Við drukk-
um svo kaffið, og þeir kóngur og Hannes klæddu sig
síðan.
Þegar þeir kóngur og Hannes voru búnir að klæða
sig, fórum við allir inn í höllina. og kóngur settist í há-
sætið, og við Hannes hvor til sinnar handar honum, en
hirðin sat á bekkjunum út í frá. Kóngur kallaði svo til
sín æðsta hirðmanninn, sem hét Kristjánsson, og sagði
við hann: „Þeir ætla nú endilega að drífa sig heim í
kvöld, hann Hannes og hann Jón. Við verðum þess
vegna að láta öll okkar mál bíða í dag og afgreiða
þeirra erindi. Eg ætla að biðja þig að senda eftir kaup-
manninum í stóru norrænu verzluninni og biðja hann
að koma og tala við okkur. Eg hafði talfært það við
hann að selja mér pípur, þú veizt, þessar, sem hægt er
að tala í; hann verzlar með svoleiðis dót, og íslending-
ana langar til að eignast svoleiðis tilfæringar." Svo
sagði kóngur, og Kristján sendi strax einn hirðmann-
anna til kaupmannsins, sem kom innan stundar til
hallarinnar.
Kaupmaðurinn var drembinn og dreissugur skratti,
með stóreflis ístru. — Kóngur og Hannes þjörkuðu
lengi við hann, en hann var svo dýrseldur, að það var
lífsins ómögulegt við hann að verzla. Loksins hvíslar