Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 50
26 SAGNIR UM HALLDÓR ÁRNASON [Gríma
dór, þá bar hann samt oftast skarðan hlut f viðskiptum
þeirra.
Eitt sinn frétti Jónas, að Halldór hefði ort um sig
vísu, er var þannig:
„Yrki eg enn um andskotann,
á mér níðast gerði hann.
Þótt falskur bæði og svikull sé,
samt vantar hann ætíð fé.
Lítil þessi launin þvi eg læt í té."
Stefndi Jónas Halldóri fyrir vísuna, og kom svo, að
þeir mættu báðir í rétti hjá Jóni Ásmundssyni Johnsen
á Eskifirði.1) Hélt Jónas því fram í réttinum, að Hall-
dór hefði ort þessa níðvísu um sig, en Halldór kvaðst
hafa ort hana um andskotann. En Jónas hélt sinni
skoðun ákveðið fram. Spurði þá sýslumaður: „Eruð
þér þá andsk., Jónas?“ Neitaði Jónas því. „(Jr því að
svo er ekki,“ kvað sýslumaður, „þá neitið þér því um
leið, að umrædd vísa sé um yður, og er því ekki fært
fyrir yður að halda máli þessu lengra áfram." Lauk þar
með máli þessu, en slæm þótti Jónasi málalokin, því að
allir vissu, að Halldór hafði meint hann í vísunni, og
hugði Jónas á hefndir.
Vinnumann hafði Jónas, er Daníel hét; var hann
bæði stór og sterkur og ófyrirleitinn. Verður það að
samkomulagi á milli þeirra Jónasar og Daníels, að
Daníel skuli fara kvöld nokkurt til Högnastaða og
koma þangað ekki fyrr en víst væri, að Halldór væri
háttaður. Skyldi hann biðja Halldór um að finna sig
út. Gerðu þeir ráð fyrir því, að Halldóri myndi ekki
finnast taka því að klæða sig og myndi hann því koma
fáklæddur til dyra. Skyldi þá Daníel ráðast á hann og
1) Hann var sýsluraaður Suður-Múlasýslu 1872—1895.