Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 68
6.
Frá Hallgrími Þórðarsyni.
[Eftir handriti Árna Jóhannssonar gjaldkera á Akureyri. — Sbr. Dag,
28. árg. 1945, nr. 16—7, og Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar II. b. bls. 200.]
Hallgrímur Þórðarson, sem lengi bjó í Gröf í Kaup-
angssveit og var oft kenndur við þann bæ, var fæddur
20. febr. 1821. Hann ólst upp á Króksstöðum í sömu
sveit hjá foreldrum sínum við fátækt mikla, enda var
kotið rýrt og faðir hans talinn lítill búmaður. Þegar
Hallgrímur hafði aldur til, varð hann að vinna utan
heimilis og reri þá oft og tíðum frá ýmsum bæjum báð-
um megin fjarðarins. Þótti hann liðtækur vel til róðr-
anna, hraustur og harðger, og ekki lét hann hlut sinn
fyrir neinum, ef því var að skipta. Á þeim árum var
þessi baga gerð um Hallgrím:
Stálgrímur við stýrið situr
stórleitur að sjá;
formannlegur, furðu vitur,
fljóðum lízt hann á.
Hallgrímur var fremur'stór maður vexti og krafta-
legur, en með aldrinum varð hann nokkuð lotinn í
herðum. Hann var fremur fríður, þótt stórskorinn
væri, smáeygur, og lágu augun innarlega og voru á sí-
felldu iði. Hann hafði dapra sjón alla ævi og síðustu
'