Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 66
42
FÚSI EINNIG
[Grima
urinn, finnur Fúsa og spyr hann, hvort hann hafi ekki
orðið var við móbotnótta á, sem komið hafi til hans
í óskilum. Fúsi svarar fáu og lætur sem hann hafi ekki
orðið ærinnar var. Segir þá komumaður við hann:
„Mér er sagt, að þú eigir fallegt fé. Hefði eg gaman af
að koma í fjárhús til þín og sjá það.“ Leyfir Fúsi það
og fer með manninn í fjárhús sitt. Meðan aðkomumað-
urinn skoðar féð, fer Fúsi inn í heykumbl og tekur þar
hey, sem hann gefur fram á garðann, en ærnar flykkjast
að garðanum, og þar á meðal móbotnótta ærin. Segir
þá komumaður: „Og þú ert þá þarna. Hér er ærin,
sem mig vantar,“ segir hann við Fúsa. Koma vöflur á
Fúsa, en maðurinn skoðar markið á ánni og sér, að
það er sitt mark, og segist hann taka ána. Segir þá
Fúsi, að hann verði að greiða sér fóðrið á ánni, en því
neitar maðurinn; segir hann, að Fúsi hafi haldið ánni
í heimildarleysi. Enduðu þannig þeirra viðskipti, að
komumaður tók ána, án þess að greiða Fúsa nokkuð
fyrir fóðrið á henni.
Eitt sinn var það á manntalsþingi á Grýtubakka, að
sýslumaður var að innheimta þinggjöldin. Þegar röðin
kemur að Fúsa, þá kemur hann með sauðsvart vað-
mál, sem hann vill fá sýslumanni upp í þinggjaldið.
„Þessa vöru vill enginn maður, Fúsi,“ segir sýslumað-
ur. „Eg á níu ær svartar,“ segir Fúsi, „og eg þarf þá
ekki að tíunda þær, úr því að ekki eru gjaldgeng vað-
mál úr ullinni af þeim einnig.“ En sýslumaður sat við
sinn keip og vildi ekk-i taka vaðmálið. Kemur þá Fúsi
með duggaravettlinga og vill.láta þá í þinggjaldið.
Hefur sýslumaður ekkert á móti því að taka þá, en
við athugun kemur í ljós, að þeir eru heldur meira
virði en upphæð sú, sem Fúsi átti að greiða, og verður
um þetta 'nokkurt þrátt á milli Fúsa og sýslumanns.