Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 93
9.
Sagnir úr Þingeyjarsýslu.
[Handrit Konráðs Erlendssonar, kennara á Laugum.]
a. Litla-Silla.
Ein a£ dætrum Andrésar Guðmundssonar, þess er
úti varð með Stóra-Hallgrími 18241), hét Sigurlaug.
Hún var rnjög lítil vexti og jafnan kölluð Litla-Silla.
Hún mun hafa lent upp að Mývatni, er faðir hennar
dó, og þar átti hún heima lengst af úr því. Um Sigur-
laugu er sögð sú saga, að þegar hún var ung stúlka,
hafi hún verið við heyvinnu, ásamt öðru fólki, í hólma
í Mývatni. Meðal annarra var þar Hinrik Hinriksson,
faðir Jóns skálds á Helluvaði, þá orðinn aldraður mað-
ur. Hann þótti hneigður til kvenna. Um kvöldið gerði
fólk það af hrekk að skilja þau eftir tvö ein í hólm-
anum. Hirti það ekki um óp Sillu, og urðu þau Hin-
rik að dúsa í hólmanum um nóttina. Hvað sem þessari
sögu líður, er það staðreynd, að þau Sigurlaug og Hin-
rik áttu barn saman. Var það stúlka, er hét Hólm-
fríður. Þegar hún var fullorðin, giftist hún manni
þeim, er Sigurður hét. Hann var sonur Jóns Sigurðs-
sonar, er bjó á Lundarbrekku 1821—1859, en bróðir
Davíðs Jónssonar bónda á Heiði á Langanesi. Hann
var hagyrðingur góður. Þau Hólmfríður og Sigurður
1) Sjá Grímu XIX, bls. 59—61.