Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 70
46
FRÁ HALLGRÍMI ÞÓRÐARSYNI
[Gríma
um bás og engin þeirra laus. Fór hann aftur upp við
það og hafði þegar á orði við fólkið, að hér mundi eng-
inn annar hafa verið á ferð en Þorgeirsboli. Eftir þetta
var allt með kyrrum kjörum, og sváfu allir vært það
sem eftir var nætur. — Snemma morguns daginn eftir
komu Fnjóskdælingar að Króksstöðum, og þóttust þá
allir sjá, að Hallgrímur hefði getið rétt til. Þessa atviks
minntist Hallgrímur jafnan með hinni rnestu furðu,
sem von var, því að það mun vera einsdæmi, að nokk-
ur maður hafi komið á bak slíkum reiðskjóta.
Hallgrímur kvæntist konu þeirri, er Rósa hét, Gísla-
dóttir, og var ættuð úr Hörgárdal. Þau hjón bjuggu
lengi í Gröf, svo sem fyrr er frá sagt, en síðar voru þau
á ýmsum stöðum í húsmennsku. Nokkru fyrir alda-
mótin fóru þau að Völlum í Saurbæjarhreppi til
tengdasonar síns, Jónasar Jóhannessonar, sem kvæntur
var Sigurlínu dóttur þeirra, og voru þar til dauðadags.
— Síðustu ár Hallgríms, þegar hann var nær því blind-
ur orðinn og karlægur, fór orð af því, að fyrir hann
bæri í svefni og vöku ýmislegt, sem eigi verður skynjað
með venjulegum skilvitum. Skulu hér greind tvö dæmi
þessa.
Seint á vöku hins 11. dags marzmánaðar 1899, lá
Hallgrímur í rúmi sínu og mun hafa verið milli svefns
og vöku. Dimmviðri var á með frosti og fannkomu.
Allt í einu reis hann upp með andfælum, stundi við
þungan og mælti: „Það var maður að hrapa!“ Þegar
hann var spurður, við hvað hann ætti, svaraði hann, að
hann hefði séð mann, ríðandi á skjóttum hesti, og í
hríðinni hefði hann, ásamt hestinum, hrapað fyrir
kletta, svo að báðir væru dauðir. Varð Hallgrími mjög
um sýn þessa, og var hann lengi að jafna sig á eftir. —
Þetta sama kvöld var Þorsteinn bóndi Árnason í Lundi