Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 58
34 ÞÁTTUR AF ÞORGEIRI STEFÁNSSYNI [Grima
við skriftir, en enginn vissi, hvað hann skrifaði. Séra
Jón Þorgrímsson, sem þá var prestur á Hálsi, vildi
fá að vita hjá Þorgeiri, hvað hann væri að skrifa, en
Þorgeir duldi hann sem aðra. Af þessari dul, sem var
á skrifum Þorgeirs, mun almenningur hafa haldið, að
hann væri að skrifa galdraskræður, og trúðu menn því
fastlega, að hann væri göldróttur, og ekkert mun Þor-
geir hafa gert til að draga úr þessari trú manna, heldur
hið gagnstæða, svo að menn óttuðust hann. Hann var
stirfinn og skapvondur, eins og áður er sagt, og undar-
legur í flestum háttum. Nokkru áður en Þorgeir dó,
telja menn að hann hafi brennt allar skræður sínar.
Vegna skrifta sinna þurfti Þorgeir á miklum pappír
að halda. Eitt sinn sem oftar kom hann til Akureyrar
og bað kaupmann þar um pappír. Kaupmaður kvaðst
ekki hafa svo mikinn pappír, að hann gæti selt hon-
um; alþýðumenn þyrftu ekki á pappír að halda, en
hann þyrfti að hafa til pappír handa prestum og öðr-
um embættismönnum. Þorgeir brást illa við og kvaðst
skyldi launa kaupmanni sem vert væri, ef hann fengi
ekki pappírinn. En kaupmaður hafði beyg af Þorgeiri
sem fleiri, þegar hann sá að hann reiddist, og fékk
hann honum því fjórar pappírsarkir. Rann þá Þor-
geiri reiðin. Annars er sagt, að kaupmenn hafi aldrei
þorað að neita Þorgeiri alveg um úttekt, þótt flestir
aðrir fengju ekki neitt hjá þeim.
Þar sem Þorgeir var venjulega lundillur og óþjáll,
þá var hann lítt vinsæll af alþýðu manna, sem taldi
hann skaðlegan galdramann og því bezt að eiga sem
minnst viðskipti við hann. Tvo vini átti þó Þorgeir, og
átti annar þeirra heima í Hrísey, en hinn á Tjörnesi.
Átti hann tíð bréfaviðskipti við þá báða, og slitnaði
vinskapur þeirra aldrei. Þorgeir var ágætur skrifari, og