Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 34
10 SÍLFÚRSALÍNN OG URÐARBÚINlN [Gríma
bóndinn mundi fylgja hönum yfir að Jökulsárbrúnni,
því að launhált væri, ef til vill ísing eða svell undir
snjónum á brúnni, svo að hún gæti verið varasöm. Jök-
ulsárbrúin var og er í hvarfi við Fossvallabæinn, og er
nálægt stundarfjórðungs gangur frá bænum að brúnni.
Lyfti Fossvallabóndinn töskum silfursalans á axlir sér
og gekk á undan áleiðis yfir að ánni. Brátt hurfu þeir
í snjódrífunni, og sömuleiðis spor þeirra. Segir ekki af
ferð þeirra framar, en síðla kvölds kom Fossvallabónd-
inn heim og tók þátt í hátíðahöldum áramótanna,
ásamt heimilisfólkinu.
Á nýársdag var fjöldi manns við kirkju að Kirkju-
bæ. Að loknum tíðum barst fregnin um silfursalann
milli manna sem eldur í sinu. Fossvallafólkið skýrði
frá því, að húsbóndi þess hefði fylgt honum eitthvað
áleiðis til Kirkjubæjar. En kirkjufólk var komið frá
hverjum bæ í Hróarstungu, og enginn hafði orðið silf-
ursalans var. Felmtri sló á alla, og var hafin leit um alla
Hróarstungu dag eftir dag. En allt var árangurslaust.
Silfursalinn var gersamlega horfinn sjónum manna, og
öllurn voru örlög hans óskiljanleg ráðgáta.
Þessi fyrri hluti sögunnar er skráður að nokkru eftir austfirzkum
sögnum, en einnig stuðzt viS hreppsbækur Jökuls’árhlíðar. — Héim-
ildarmenn eru þessir: ....
1. Halldóra Árnadóttir á Langanesströndum, fædd hér um bil tiu
árum eftir hvarf silfursalans. Hún heyrði nákvæmar sagnir um hann.
Hún varð rúmlega 100 ára og dó fyrir þrem árum. — Hún var móðir
Karls, dyravarðar í Arnarhváli' í Reykjavík....
2. Sigtrycgur bóndi á Grundarhóli á Fjöllum, fæddur 10—20 ár-
um eftir hvarf silfursalans. Hann var faðir Jóns Þórs Sigtoyggssohau:
lögfræðings, fyrr bæjarstjóra á Seyðisfirði.
3. Björn Pálsson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði.
4. Guðný, gömul kona í Hróarstungu.
5. Ingólfur bóndi á Skjalþir.gsstöðum í Vopnafirði. Skýrði hann
frá, að trúlofunarhringur fósturdóttur prestsins á Hofi væri enn til
i Vopnaf., með inngreyptum stafnum M. Unnusti hennar hét Magnús.