Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 33
Grím?] SILFURSALiNN OG URÐARBÚTNN 9
kvöld. Næst fótum ferðalangsins var Fossvallaland; þar
byrjar hin fagra Jökulsárhlíð, en út úr mynni Jökul-
dalsins brunar Jökulsá á Dal fram hjá Fossvöllum, með
þungum nið. — Silfursalinn starði hugfanginn á þenna
tíguleik náttúrunnar. Loks mælti hann: „Þetta útsýni
dreymdi mig á Hofi í nótt, aðeins sá munur, að í gegn-
um dyrnar á Dyrfjöllunum sá eg til suðrænna landa
og sólbjartra stranda; en nú eru þar aðeins dimm ský.“
Síðan kvöddust þeir vinirnir, silfursalinn og fylgdar-
maður hans. Silfursalinn renndi sér á skíðunum, sem
hraðfleygur fugl, niður brekkur og börð, þar til er
hann staðnæmdist á túninu á Fossvöllum. Sá hann þá
mann ganga frá fjárhúsum til bæjar, gekk í veg fyrir
hann og sþurðist fyrir um gistingu. Maður þessi var
ekki ýkjahár, en samanrekinn og þéttur, fámáll fyrst í
stað. Kvaðst hann vera húsbóndinn og bauð gesti til
bæjar og inn í skála, framhýsi við bæjardyr. Síðan
hvarf hann út, en að langri stundu liðinni kom hann
aftur og var þá reifari í máli. Sat hann hjá gesti sínum
allt kvöldið og snæddi með honum. Seint um kvöldið
hreyfði silfursalinn því við húsbóndann, hvort hann
mætti ekki ganga til baðstofu og sýna heimilisfólki
varning sinn. Húsbóndinn tók því fálega; kvað hann
óþarfa fyrir silfursmiðinn að opna töskur sínar, því að
fólk sitt færi til kirkju á nýársdag að Kirkjubæ, og þá
gæti það skoðað skartgripi hans. Seint um kvöldið, er
heimilisfólk var háttað, bauð húsbóndinn gesti sínum
góðanótt.
Næsta dag, gamalársdag, var veður allgott, en snjó-
drífa svo þétt, að spor hurfu á stuttri stundu. Bjó silf-
ursalinn sig til ferðar frá Fossvöllum og var ætlunin að
halda til Kirkjubæjar og gista þar á prestssetrinu ný-
ársnótt. Þegar hann ætlaði að kveðja, kvaðst Fossvalla-