Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 101

Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 101
Grfma] SAGNIR ÚR ÞINGEYJARSÝSLU 77 g. Tímatal. Einu sinni gisti ferðamaður á afskekktum bæ að vetrarlagi. Á vökunni lagði bóndi sig til svefns, en hús- freyja var við ýmis störf í baðstofunni. Fjós var undir palli. Eftir nokkra stund vaknar bóndi og spyr, hvað tímanum líði. Konan segir, að það sé búin fyrsta legan. Sofnar bóndi aftur, en vaknar eftir góða stund og spyr sem fyrr. Konan svarar, að það sé rétt búin önnur leg- an. Enn sofnar bóndi, og þegar hann hefur sofið all- lengi, vaknar hann og segir: „Nú er búin þriðja legan.“ Reis þá bóndi á fætur, og fóru þau lijónin að gegna fjósverkum. Gesturinn skildi í fyrstu ekki þetta tal hjónanna, en áttaði sig loks á því, að það voru kýrnar, sem mældu tímann með því að standa á fætur og kasta af sér vatni, en það heyrðist upp í baðstofuna. Var ekki önnur klukka á heimilinu. h. Tók ekki nema sitt. Á árunum 1910—1915, að báðum meðtöldum, vann eg á sláturhúsi Kaupfélags Þingeyinga í Húsavík. Eitt þetta haust komst einhver ruglingur á fjárrekstra fyrstu daga sláturtíðarinnar með þeim afleiðingum, að fyrsta laugardaginn var fleira fé komið til þorpsins en hægt var að slátra um kvöldið, með þeim húsakosti, sem fyrir hendi var til kælingar á kjötinu. Fjáreigendur voru, sem von var, tregir til að bíða með féð til mánudags, og eftir miklar bollaleggingar var loks ákveðið að slátra því, sem af gekk, tímanlega á sunnudagsmorguninn, þegar hægt væri að rýma til í kjötgeymslunni. Vor irn við, sem á húsinu unnum, fúsir til þessa, og einhver fjáreigandi fékkst til að bíða með sitt fé til næsta morg- uns. Allt virtist því komið í gott lag, og gekk þetta fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.