Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 25
Grinia] SILFURSALINN OG URÐARBÚINN 5
breiður með þokuhettu niður um herðar. Mót vestri
má sjá Reykjahlíðarfjall og Námaskarð og nokkra
tinda Mývatnssveitarfjalla. En fram undan, mót austri,
sést óendanleg slétta, eggsléttir sandar, faldir nokkurri
fönn, en upp úr standa á stöku stöðum steinar og dökk-
ii' drangar. — Útsýnið til norðurs er hulið, því að grá
ský þyrlast með ofsahraða um norðurhvel. Óveðurs-
nornirnar stíga þar sinn trölladans. Veðrahamur er í
vændum.
Þegar í stað lætur göngumaður skíðin bera sig með
eldingar hraða niður á sléttuna. En seint vilja skíðin
skríða áfram í fönninni á sléttunni. Innan stundar
sjást ekki handaskil vegna ofsa-moldviðris. Gerist ferða-
maður skjótt göngumóður. Loksins rekst hann á stóran
klettadrang. Þar leitar hann sér skjóls, tekur sér árbít,
teygar úr pyttlunni nýmjólkina frá Grímsstöðum og
kastar síðan pyttlunni frá sér. Leggur hann síðan af
stað, og áfram skríða skíðin, alltaf á jafnsléttu, allt til
kvölds. Náttmyrkrið fellur yfir, og seint um kvöldið
rekst göngumaður á stóran klett; þar lætur hann fyrir-
berast um nóttina.
í birtingu næsta morgun slotar veðrinu. Skafrenn-
mgur er, en snjókoma engin. Þegar ferðamaðurinn
fer að taka saman pjönkur sínar, rekst hann á mjólkur-
pyttluna frá Grímsstöðum, sem hann hafði skilið eftir
toma, þegar hann tók sér árbít daginn áður. Verður
honum hverft við, en áttar sig skjótt á því, að allan síð-
ara hluta dagsins daginn áður hefur hann verið að
hringsóla um snævi þakta sandfíákana. Þetta er sami
klettadrangurinn.
Silfursalinn leggur síðan af stað yfir sandinn. Eftir
alllangan tíma er hann kominn að jaðri hans, og fram
undan er ás mikill. Sér hann þá, sér til mikillar furðu,