Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 28

Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 28
8 SILFURSALINN OG URÐARBÚINN [Gríma hlið hans fósturdóttir prestsins; gengu þau rakleitt til silfursalans og föluðu af honum trúlofunarhringa. Festu þau síðan heit sín um kvöldið. Að því loknu var gengið til náða. Friður og ró hvíldi yfir prestssetrinu Ffofi hina heilögu nótt. Um jólin sat silfursalinn í bezta yfirlæti á Hofi. Næstu daga eftir jólin kom hann á nokkra bæi í Vopnafjarðarhéraði og hafði skartvörur sínar á boð- stólum. En daginn fyrir gamalársdag, árla morguns, lögðu þeir af stað frá Hofi, silfursalinn og bjargvættur hans frá Dimmafjallgarði, vinnumaðurinn frá Haugs- stöðum. Lögðu þeir leið sína suður yfir hinn langa fjallveg, Smjörvatnsheiði, er liggur milli Vopnafjarðar og Fljótsdalshéraðs. Færi var hið bezta, og runnu fráir fákar með þá liratt eftir hjarninu. Þegar komið var á suðurbrún heiðarinnar, er Biskupsbrekka heitir, áðu þeir ferðalangarnir, tóku fram skreppu sína og mötuð- ust. Hér áttu vegir þeirra að skiljast, fylgdarmaðurinn snúa aftur, en silfursalinn renna á skíðum sínum niður heiðarbrekkurnar að Fossvöllum, þar sem ákveðinn var gististaður. Þetta var að afliðnu miðdegi og sól ekki gengin undir. Meðan þeir mötuðust, starði silfursalinn fjarhuga á undurfagurt héraðið. í austri sást Héraðsflóinn spegil- sléttur. Öldurnar kysstu Héraðssandana mjúkum koss- tim, Mót suðri blöstu við hin risavöxnu Dyrfjöll, með dyrnar opnar upp á gátt. í suðvestri opnaðist hinn bú- sæli Jökuldalur, Úthéraðið breiddi út faðm sinn með öllum sínum ásum og eggsléttu grundum; Hjaltastaða- þinghá fjærst undir Dyrfjöllunum, í miðið Hróars- tungan og prestssetrið Kirkjubær þar í miðri sveit. Þar hellti sólin sínum síðustu geislum á kirkjuturninn. Þangað var ferðinni heitið næsta kvöld, — gamalárs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.