Gríma - 01.09.1946, Side 28
8 SILFURSALINN OG URÐARBÚINN [Gríma
hlið hans fósturdóttir prestsins; gengu þau rakleitt til
silfursalans og föluðu af honum trúlofunarhringa.
Festu þau síðan heit sín um kvöldið. Að því loknu var
gengið til náða. Friður og ró hvíldi yfir prestssetrinu
Ffofi hina heilögu nótt.
Um jólin sat silfursalinn í bezta yfirlæti á Hofi.
Næstu daga eftir jólin kom hann á nokkra bæi í
Vopnafjarðarhéraði og hafði skartvörur sínar á boð-
stólum. En daginn fyrir gamalársdag, árla morguns,
lögðu þeir af stað frá Hofi, silfursalinn og bjargvættur
hans frá Dimmafjallgarði, vinnumaðurinn frá Haugs-
stöðum. Lögðu þeir leið sína suður yfir hinn langa
fjallveg, Smjörvatnsheiði, er liggur milli Vopnafjarðar
og Fljótsdalshéraðs. Færi var hið bezta, og runnu fráir
fákar með þá liratt eftir hjarninu. Þegar komið var á
suðurbrún heiðarinnar, er Biskupsbrekka heitir, áðu
þeir ferðalangarnir, tóku fram skreppu sína og mötuð-
ust. Hér áttu vegir þeirra að skiljast, fylgdarmaðurinn
snúa aftur, en silfursalinn renna á skíðum sínum niður
heiðarbrekkurnar að Fossvöllum, þar sem ákveðinn
var gististaður. Þetta var að afliðnu miðdegi og sól ekki
gengin undir.
Meðan þeir mötuðust, starði silfursalinn fjarhuga á
undurfagurt héraðið. í austri sást Héraðsflóinn spegil-
sléttur. Öldurnar kysstu Héraðssandana mjúkum koss-
tim, Mót suðri blöstu við hin risavöxnu Dyrfjöll, með
dyrnar opnar upp á gátt. í suðvestri opnaðist hinn bú-
sæli Jökuldalur, Úthéraðið breiddi út faðm sinn með
öllum sínum ásum og eggsléttu grundum; Hjaltastaða-
þinghá fjærst undir Dyrfjöllunum, í miðið Hróars-
tungan og prestssetrið Kirkjubær þar í miðri sveit. Þar
hellti sólin sínum síðustu geislum á kirkjuturninn.
Þangað var ferðinni heitið næsta kvöld, — gamalárs-