Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 103
10.
■ ■
Ornefnasögur.
a. Fjóskonuklettur.
[Eftir handriti Margeirs Jónssonar á Ögraundarstöðum.]
Á framanverðum Mælifellsdal í Skagafirði er klettur
nokkur, sem kallaður er Fjóskonuklettur. — Svo er sagt,
að fyrir langalöngu hafi mjaltakona á Frostastöðum í
Blönduhlíð verið send út í fjós að kvöldi dags til að
annast mjaltir. Þetta var að vetri til og á var dimm
norðanhríð, en spölkorn til fjóss. Eigi kom mjaltakon-
an aftur til bæjar um kvöldið eða nóttina, en vegna of-
viðurs varð ekki af leit fyrr en morguninn eftir. Fannst
hún þá hvergi, hvernig sem leitað var. — Nokkrum ár-
um síðar fann grasafólk beinagrind af kvenmanni
undir kletti á Mælifellsdal framanverðum, og lá mjólk-
urfata hjá beinagrindinni. Var talið víst, að þetta væru
jarðneskar leifar fjóskonunnar frá Frostastöðum, þótt
löng leið sé á milli; en kletturinn hefur síðan verið
kallaður Fjóskonuklettur.
b. Huldufólkshvammur.
[Handrit Hreiðars Geirdals kennara 1908.]
Skammt fyrir neðan Hofstaði í Þorskafirði er
hvammur, sem Huldufólkshvammur er kallaður. Er
hann aldrei sleginn, því að á honum eru þau álög, að
ef svo er gert, þá drepst ein kýrin á bænum og helzt
sú, sem bezt er.