Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 78
5i SÓGUR JÓNS SIGFÚSSONAR [Grimá
seinna frétti eg, að vart hefði orðið við stafina úr þeim,
úr annarri úti í Þórðarhöfða, en hinni í Málmey. Þar
hafði þeim víst slegið niður, því að þar var kyrrara.
Mér varð nú litið á lambhúsheyið og sá, að hann var
byrjaður að rífa af því. Var þó torf og veggir allt stál-
freðið og rammlega grjótborið af mér. Eg brá mér nú
upp á heyið, en þá kom annar bylurinn og hálfu meiri
en sá fyrri. Hann tók mig á loft, en eg rak aðra hend-
ina undir gaddfreðna kolltorfuna, og það er ekki að
orðlengja það, að eg kippti með mér öllu heyinu niður
að veggjum með gaddfreðnu torfinu og fyrirhlaðinu,
ásamt öllu grjótinu, sem eg hafði á það borið um
haustið. — Eg sveif nú á heyinu nokkuð langt út eftir,
en svo herti veðrið enn meir. Brotnaði þá kolltorfan,
sem eg hélt í. Tók þá veðrið mig og þeytti mér eins og
í skrúfugang svo hátt upp í loftið, að bæirnir í Blöndu-
hlíðinni sýndust úr þeirri hæð eins og ofurlitlar hunda-
þúfur. — Heyþekjan með heyinu, grjótinu og öllu
saman hlunkaðist bráðlega til jarðar, og varð af svo
mikill dynkur, að fólk um allan Skagafjörð hélt það
vera jarðskjálfta, enda gætti titringsins svo heima á
Hólum, að klukkur dómkirkjunnar hringdu sjálfkrafa,
svo að heyrðist út í Óslandshlíð.
Af sjálfum mér er það að segja, að eg þeyttist í loft-
inu undan veðrinu, þangað til eg kom loksins niður úti
á Þormóðsholti, en það er um það bil þremur kíló-
metrum fyrir norðan Réttarholt. — Eg kom þar niður
á hægra þumalfingurinn, og var fallið svo mikið, að
rifnaði upp i greipina alveg upp í úhrlið. Mér vildi
það til láns, að eg var með stóran sjóvettling á hend-
inni. Eg setti þumalfingurinn í réttar skorður, batt
með snæri um vettlingsfitina utan um úlnliðinn fyrir
ofan og hélt svo heim. Varð Rögnvaldur mjög feginn