Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 44

Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 44
20 A FJARÐARHEIÐI [Gríma maður, en var nú kominn hátt á sextugsaldur; hann var elzti maður leiðangursins, brjóstveikur orðinn og slitinn, og Torfi Hermannsson bóndi í Glúmsstaða- seli í Fljótsdal, kominn á sextugsaldur, en harðgerður. Ferðin gekk slyndrulítið upp Seyðisfjarðarbrekkur, þar til komið var upp á Fell, en það er hábrún heið- arinnar Seyðisfjarðar megin á vetrarveginum. Þá var komin nokkur ófærð í efstu brekkunum og farið að hvessa allmikið, þegar komið var upp í Stafdal. En þar sem allmargir hestar voru lausir, voru þeir látnir brjóta slóðina, og flestir stigu lítið á bak hestum sín- um, nema Stefán læknir, er einlægt sat á hesti sínum, og var það þó honum ólíkt að hanga á hesti í ófærð og bratta. Þegar komið var á Fell, var komin aftaka norðanstórhríð með hörkufrosti. 1 nærsveitum var frostið þennan dag 18°, en þar sem Seyðisfjarðarheiði liggur hátt, hefur frostið verið þar miklu meira. Á Fellinu fóru lestamennirnir að laga á hestunum og vildu sumir snúa við aftur til Seyðisfjarðar. Klukka mun þá hafa verið um þrjú. Stefán læknir sat kyrr á hesti sínum og mælti fátt, og þótti þeim, sem þekktu hann vel, það undarlegt, að hann skyldi ekki stíga af baki, og þóttust þeir nú með vissu vita, að hann væri ekki heilbrigður, enda játaði hann því, að hann væri eitthvað lasinn, þegar hann var aðspurður. Taldi Þór- arinn Ketilsson ekkert vit í því að halda áfram, þar sem læknirinn væri veikur, degi tekið mjög að halla og veður hið versta. Á sama máli og Þórarinn var og Þórður Eiríksson. Læknir taldi enga ástæðu sín vegna að snúa aftur, því að hesturinn gæti borið sig yfir heiðina, og lítið gerði hann úr lasleika sínum. Samt taldi Þórarinn óráðlegt að hætta á áframhald ferðar- innar. Kallar þá einn maður til hans úr hópnum: „Sízt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.