Gríma - 01.09.1946, Qupperneq 44
20
A FJARÐARHEIÐI
[Gríma
maður, en var nú kominn hátt á sextugsaldur; hann
var elzti maður leiðangursins, brjóstveikur orðinn og
slitinn, og Torfi Hermannsson bóndi í Glúmsstaða-
seli í Fljótsdal, kominn á sextugsaldur, en harðgerður.
Ferðin gekk slyndrulítið upp Seyðisfjarðarbrekkur,
þar til komið var upp á Fell, en það er hábrún heið-
arinnar Seyðisfjarðar megin á vetrarveginum. Þá var
komin nokkur ófærð í efstu brekkunum og farið að
hvessa allmikið, þegar komið var upp í Stafdal. En
þar sem allmargir hestar voru lausir, voru þeir látnir
brjóta slóðina, og flestir stigu lítið á bak hestum sín-
um, nema Stefán læknir, er einlægt sat á hesti sínum,
og var það þó honum ólíkt að hanga á hesti í ófærð
og bratta. Þegar komið var á Fell, var komin aftaka
norðanstórhríð með hörkufrosti. 1 nærsveitum var
frostið þennan dag 18°, en þar sem Seyðisfjarðarheiði
liggur hátt, hefur frostið verið þar miklu meira. Á
Fellinu fóru lestamennirnir að laga á hestunum og
vildu sumir snúa við aftur til Seyðisfjarðar. Klukka
mun þá hafa verið um þrjú. Stefán læknir sat kyrr á
hesti sínum og mælti fátt, og þótti þeim, sem þekktu
hann vel, það undarlegt, að hann skyldi ekki stíga af
baki, og þóttust þeir nú með vissu vita, að hann væri
ekki heilbrigður, enda játaði hann því, að hann væri
eitthvað lasinn, þegar hann var aðspurður. Taldi Þór-
arinn Ketilsson ekkert vit í því að halda áfram, þar
sem læknirinn væri veikur, degi tekið mjög að halla
og veður hið versta. Á sama máli og Þórarinn var og
Þórður Eiríksson. Læknir taldi enga ástæðu sín vegna
að snúa aftur, því að hesturinn gæti borið sig yfir
heiðina, og lítið gerði hann úr lasleika sínum. Samt
taldi Þórarinn óráðlegt að hætta á áframhald ferðar-
innar. Kallar þá einn maður til hans úr hópnum: „Sízt