Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 83
Grima} SÖGUR JÓNS SIGFÚSSONAR 59
kóngi og drottningu, sem héngu þar, en var svona í
milli að gjóa til mín augunum skrambi kankvíslega,
en þó að hún væri snotur og snoppufríð, þá lét eg hana
ekki freista mín, því að eg mundi, hvað eg átti heima
fyrir. Loksins sagði Pía þessi: „Eg ætla að taka með
mér sokkana yðar, meistari Jón, ef þeir væru rakir, og
svo ætlaði eg að toga af yður.“ Eg mundi nú eftir því,
að þegar við lentum, þá hafði skvetzt ofurlítið á vinstra
fót minn, því að honum er eg vanur að beita fyrir mig,
af því að eg er örvhentur. Eg byrjaði svo að tína af mér
leppana og lagði eg treyjuna mína, vestið og peysuna á
silfurborðið; svo settist eg á silfurstólinn til að leysa af
mér skóplöggin, en þá kom Pía strax, og það var ekki
við annað komandi, en að hún gerði það. Og þarna
færði hún mig úr öllu fjær og nær að neðanverðu,
blessuð stúlkan. Og að síðustu þerraði hún á mér raka
fótinn, blessunin, með silkisvuntunni sinni, og það er
sú mýksta svunta, sem nokkurn tíma hefur við mig
komið. Svo tók blessuð stúlkan blátt bóluglas með
dýrindis víni úr pilsvasa sínum, rétti mér það og sagði
mér að dreypa í það á milli dúranna, ef eg yrði þyrst-
ur. Síðan bauð hún mér góða nótt með kossi og fór,
blessuð jómfrúin.
Það var nú meiri hæðin upp allan sængurbunkann í
rúminu. Eg varð að stíga fyrst upp á silfurstólinn og af
honum klifraði eg upp á silfurborðið. Þá var enn rösk
seiling mín upp á efstu sængina. Mér kom það nú vel,
að eg hef alltaf verið léttleikamaður. Eg stökk nú í loft
upp af borðinu og lét mig svo falla niður'í sængur-
bunkann. Það var nú ekki hart að koma niður í hann,
því að eins og eg sagði, voru í rúminu fjörutíu æðar-
dúnssængur; eg taldi þær um morguninn. Eg var röska
tvo tíma að síga niður, þangað til eg fann fyrir rúm-