Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 76
52
SÖGUR JÓNS SIGFÚSSONAR
[Grlma
eg Hválugafjall, sem liggur fyrir norðan Vatnsskarðið.
Þegar eg var kominn dálítið austur á fjallið, brast á mig
norðvestan moldösku-stórhríð, með slíkum veðurofsa,
að annars eins hef eg aldrei dæmi þekkt. Veðrið stóð
í rassinn á mér, og svo var það hart, að öll fönnin, sem
fyrir var og víðast hvar var hvergi grynnri en í mitt
læri og víða í klof, og var mannhelt stokkfenni, sópaðist
á svipstundu í burtu, svo að eftir var aðeins blátt svell-
ið og hjarnið. — Veðrið þeytti mér áfram svo hart, að
eg kom ekki við jörðina nema með 50 faðma millibili,
en alltaf hafði eg nú samt fætur fyrir mér og stafinn
minn, sem var þriggja álna langur eikarstafur, sterkur
vel og með öflugum broddi. — Myrkrið var svo svart
og hríðin svo þykk, að það var eins og eg feyktist í
gegnum hrísköst.
Um kvöldið vissi eg, að eg var að nálgast austurbrún
fjallsins. Brátt sá eg litbrigði á sortanum fram undan,
en þarna er víða hengiflug, og hverjum manni bani
búinn, sem fram af fer þar. Ferðin á mér var aldeilis
óstöðvandi, en nú voru góð ráð dýr. Og eg fann ráðið.
Hjarnskafl mikill og flugháll var í brúninni ofan við
flugið. Eg rak nú stafinn minn af afli niður í hann, og
tókst mér að reka hann í einu höggi svo djúpt, að eftir
voru af stafnum tvær þverhandir upp úr skaflinum,
enda hafði eg ekki dregið af högginu. Eg hélt svo um
það, sem upp úr stóð af stafnum, en svo var veðrið
hart, að eg kom hvergi við, en snerist eins og rella á
stafnum í lausu lofti yfir fluginu, sem var fyrir neðan
mig, og hefði eg auðvitað drepið mig, ef eg hefði misst
takið eða stafurinn bilað. En hendur Jóns héldu, og
stafurinn bilaði ekki; hann var sterkur. — Þetta var um
dagseturs bil um kvöldið. Þarna hékk eg svo og snerist
þangað til í birtingu um morguninn. Þá sló mér upp