Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 52
2S SAGNIR UM HALLDÓR ÁRNASON [Grima
og krosslagði hendur á brjósti sér, en folinn lét ekki
standa á sér og gagnaðist hryssunni, en andlitin hurfu
frá gluggunum. Var mikið gaman hent að þessu á Eski-
firði og var talið, að minna hefði verið um það fyrst
um sinn á eftir, að staðið hefði verið við glugga, til
þess að horfa á vegfarendur, en áður hafði verið.
e. Pokarnir.
Einhverju sinni fór Halldór sjóveg að sækja ljósmóð-
ur. Átti hún heima í Sómastaðagerði. Á heimleiðinni
komu þau við á Hólmum, og biður þá beitarhúsasmali,
sem hirti fé á Bauluhúsum, sem eru Eskifjarðar megin
í Hólmahálsi skammt frá sjó, Halldór að taka fyrir sig
tvo heypoka og skilja þá eftir á nesoddanum milli Eski-
fjarðar og Inn-Reyðarfjarðar. Var Halldóri illa við
þetta, því að tafir vildi hann vitanlega hafa sem
minnstar. Samt tók hann heypokana. Segir ekki af för
Halldórs meira, en beitarhúsasmalinn fann ekki pok-
ana, þegar hann ætlaði að vitja þeirra. Þegar þeir Hall-
dór hittust, kvartað beitarhúsasmalinn undan því, að
hann fyndi ekki pokana. Halldór kvað þá samt vera ut-
an í nesoddanum, og skyldi hann leita betur. En hvern-
ig sem beitarhúsasmalinn leitaði, þá fann hann ekki
pokana. Einu eða tveim árum seinna fundust pokarnir
í þröngri klettaskoru á nesoddanum, en ekki var hægt
að sjá þá, nema komið væri fast að þeim.
f. GóS úrræði.
Einhvérju sinni voru piltar Halldórs á sjó á sexær-
ingi. Stóð stormur innan fjörðinn og sóttist þeim seint
róður inn með landinu. Þá hittist svo á, að Halldór
kom um sömu mundir ríðandi utan strönd og sá, hve
mönnum sínum gekk illa róðurinn. Kallar hann til