Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 86
62
SÖGUR JÓNS SIGFÚSSONAR
[Gríma
kóngur að mér: „Nú verður þú að reyna, Jón; það
vinnur hann enginn, ef þér tekst það ekki.“ Eg bað nú
kaupa að tala við mig einslega, fór með hann inn í
svefnherbergið drottningarinnar og rétti honum bólu-
glasið með því, sem í því var. Hann renndi það út og
hýrnaði allur við drykkinn. „Þetta var nú almennileg-
ur metall," sagði hann og strauk um ístruna á sér. —
„Ja-há! Þetta er nú líka frá drottningunni," sagði eg,
„og þetta er herbergið hennar. Hér svaf eg nú í nótt.“
„Nú lýgur þú, Jón,“ sagði manngreyið og glápti á mig.
„Satt get eg sagt þér, þó að aldrei þú trúir,“ segi eg þá,
„og hér er sönnunin fyrir því, að eg svaf hér,“ — og um
leið benti eg honum á tóbaksílátið mitt, sem lá á silfur-
borðinu við rúmið, „og hér er sönnunin, að þetta er
svefnherbergi drottningar," sagði eg og brá upp hnjá-
skjólinu. Þá brá kaupa. Hann þagði um stund, en seg-
ir síðan: „Ja, mér þykir þú eiga meira undir þér, Jón,
en margur mætti halda. Eða til hvers viltu mælast af
mér?“ „Eg vil, að þú hagir þér eins og almennilegur
maður og verðir liðlegur í samningunum við kóng og
Hannes,“ sagði eg. „Eg skal sjá það við þig og senda þér
smjörfjórðung og hangið sauðarfall fyrir jólin, ef þú
slærð til við Hannes." „Ætli það sé þá ekki bezt, að eg
slái til,“ sagði kaupi, „en askotakornið, að eg þéni á
þessu; þetta er allt með innkaupsverði og billegra
sumt.“
Eg var nú ekki seinn á mér að ná í pappírsblað,
hripaði upp samning og lét kaupa skrifa undir. Svo
fórum við fram í höllina, og eg rétti Hannesi samning-
inn. Hannes las hann og rétti síðan kóngi hann. Svo
skrifuðu þeir báðir undir, og þar með var þetta búið.
Þegar Hannes stakk blaðinu í vasa sinn, hvíslaði hann
að mér: „Þetta skal eg muna þér lengur en daginn, Jón