Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 71
Grlma] FRÁ HALLGRÍMI ÞÓRÐARSYNI 47
í Fnjóskadal á leið austur yfir Vaðlaheiði; hann reið
skjóttum hesti. Austan í heiðinni reið hann fyrir kletta
og fórst ásamt hestinum.
Öll búskapar- og húsmennskuár Hallgríms, var Egg-
ert Laxdal verzlunarstjóri Gudmanns verzlunar á Ak-
ureyri, en við hana hafði Hallgrímur öll sín skipti. Var
Laxdal eftirgangssamur um skuldaskipti og 1885
stefndi hann Hallgrími fyrir sáttanefnd út af skuld.
Sættust þeir í máli því og urðu eftir það alúðarvinir,
enda voru báðir góðir drengir og trygglyndir, og sagði
Hallgrímur oft, að engan ætti hann betra vin en Lax-
dal. — Haustið 1901 gerði Hallgrímur Laxdal orð að
finna sig, og fylgdi það með, að það mætti ekki bregð-
ast. Kom Laxdal þá að Völlum, og tóku þeir tal saman;
innti hann að erindinu, og sagði Hallgrímur þá, að í
vændum væri stórbruni á Akureyri, sem húsi Laxdals
og verzluninni stafaði hin mesta hætta af. „Dreymdi
þig fyrir þessu?“ spurði Laxdal. „Nei,“ svaraði Hall-
grímur, „það var sýn.“ Sagðist honum svo frá, að til
hans hefði komið Pétur amtmaður Havstein (f 1875)
og sagt, að brenna mundi bráðlega á Akureyri; hefði
hann síðan sýnt honum brunann, sem hefði verið ægi-
legur, svo að ekki hefði sézt yfir fyrir reyk; svo hefði
verið að sjá sem eldurinn hefði komið upp í gistihús-
inu eða gamla spítalanum og breiðzt út að læknum, en
vegna reykjarins hefði sér verið óljóst, hve langt eldur-
inn hefði náð ofan fyrir götuna, — en einmitt þar voru
verzlunarhús Gudmanns. Amtmaður hafði sagt, hvern-
ig verjast mætti útbreiðslu eldsins, en þeim ummælum
hans hafði Hallgrímur gleymt; þó rámaði hann eitt-
hvað í, að amtmaður hefði nefnt sand. — Ekki lagði
Laxdal eða aðrir trúnað á, að þessi sýn Hallgríms boð-
aði neinn bruna, fyrr en hann kom á daginn. Aðfara-