Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 53
Gríma] SAGNIR UM HALLDÓR ÁRNASON 29
þeirra og biður þá að henda stjórafaerinu til sín í land.
Gerðu þeir það og bundu annan endann fastan við
fremstu þóttu í bátnum, en Halldór tók hinn endann
og batt við hnakk sinn. Settist hann síðan á bak hest-
inum, reið af stað og dró bátinn alla leið inn að lend-
ingu á Högnastöðum.
g. Halldór sækir lækni.
Eitt sinn var kona í barnsnauð á Högnastöðum, og
reið Halldór inn á Eskifjörð til þess að ná í lækni og
hafði hann með sér hest handa lækninum. Zeuthen
var þá læknir á Eskifirði. Af einhverjum ástæðum
neitaði læknir að fara, hvað rnikið sem Halldór lagði
að honum; hefur sennilega álitið, að yfirsetukonan
gæti bjargað konunni. Zeuthen læknir var lítill maður
vexti, en Halldór stór og sterkur, eins og áður er sagt.
Þegar Halldór sá að ómögulegt var að fá lækni með
góðu til þess að fara með sér, þá þreif hann til hans,
tók hann í fang sér, gekk með hann út og setti hann á
bak öðrum hestinum, en snaraðist sjálfur á bak hinum.
Sló hann svipunni um leið í hestinn, sem hann hafði
sett lækni á, svo að hesturinn fór á harðan sprett, og
átti læknir nóg með að halda sér á baki. Þannig rak
Halldór hestinn með lækninum og linnti ekki hraðri
ferð fyrr en á hlaði á Högnastöðum. Tók hann þá
lækni af baki. Fylgdi læknir honum síðan til baðstofu
og bjargaði bæði konunni og barninu.
Árni Helgason, sýsluskrifari í Stykkishólmi, sem er
þriðji maður frá Halldóri,1) segir, að Halldór langafi
sinn hafi komið á bát til þess að sækja lækninn og hafi
hann borið hann ofan í bátinn og róið svo með hann
1) Vilborg, móðir Árna, var dóttir Árna Halldórssonar á Högna-
stöðum. — Þ. M. J.