Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 43
Grfma] Á FJARÐARHEIÐI 19
var fremur milt. Greindi menn nú á um það, hvort
rétt væri að leggja til heiðarinnar eða ekki . Töldu
sumir varasamt að fara vegna þess, hvað veðurhorfur
væru ískyggilegar, en aðrir töldu ekki annað geta kom-
ið til mála en að leggja til heiðarinnar, þar sem þeir
yrðu strax heylausir handa hestunum, en erfitt að fá
hey í Seyðisfirði, og einnig að færð myndi versna eftir
því sem lengur drægist að fara. En vegna dimmu um
morguninn og vegna þess að menn voru ekki einhuga,
hvort lagt skyldi til heiðarinnar eða ekki, þá dróst það
fram eftir morgninum að taka fullnaðarákvörðun;samt
varð það úr, að þeir réðu, sem fara vildu, en loks klukk-
an tíu var lagt af stað. Munu lestamenn hafa verið
nálægt 30, flestir ríðandi og með um 100 áburðarhesta.
Staddur hafði verið á Seyðisfirði Stefán læknir Gísla-
son, sem þá bjó á Úlfsstöðum á Völlum. Slóst hann í
för með lestamönnum og var hann xíðandi. Stefán var
atgervismaður hinn mesti, göngumaður með afbrigð-
um, og gengu margar sögur af því, þegar hans var vitj-
að til sjúklinga, að fylgdarmenn hans ættu oft erfitt
með að fylgja honum eftir. Læknir var eitthvað hreifur
af víni, þegar lagt var af stað um morguninn, en mun
lítils hafa neytt af mat. Af lestamönnum, sem voru í
leiðangri þessum, voru meðal annarra Þórarinn Ket-
ilsson, sem þá bjó að Kleif í Fljótsdal, stilltur maður
og gætinn, en harðfengur í öllum mannraunum og tal-
inn í þann tíð einhver sterkasti maður á Fljótsdalshér-
aði; Þórður Eiríksson frá Gíslastaðagerði á Völlum,
on þá vinnumaður Stefáns læknis á Úlfsstöðum, hraust-
ur maður og harðfengur; Pétur Pétursson, vinnumað-
ur hjá Jóni Ólasyni á Útnyrðingsstöðum, karlmenni
að burðum og þolinn; Jón Eiríksson í Tunghaga á
Völlum, sem á yngri árum hafði verið hraustleika-
2*