Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 73
7.
Sögur Jóns Sigíússonar.
[Ritaðar eftir frásögn Andrésar Þorsteinssonar o. fl. af Jóni
Jóhannessyni.]
Jónar tveir, annar Sigfússon, en hinn Tómasson,
ólust upp í Svarfaðardal á síðara hluta 19. aldar og
fluttust báðir síðar til Skagafjarðar, og munu þeir báðir
hafa látizt þar gamlir menn eftir aldamótin síðustu, og
Jón Sigfússon ekki fyrr en eftir 1920. — Jón Sigfússon
var uppalinn í Skriðukoti. Hann var manna hæstur og
af ýmsum auknefndur Skriðukotslangur, en Jón Tóm-
asson var sískrifandi og af ýmsum nefndur Jón dagbók,
því að hann hélt dagbók og skrifaði auk þess upp mikið
af sögum og kvæðum. Báðir voru þeir nafnar allvel
greindir, en báðir sérlegir nokkuð. Þeir dvöldust á
ýmsum stöðum í Austur-Skagafirðinum, ferðuðust tals-
vert þar um, og var ekki trútt um, að nokkurs rígs gætti
með þeim. Jón Tómasson hafði alizt upp á bæ þeim, er
Tómasargerði hét. Sá bær er nú kominn í eyði, og sama
er um Skriðukot. Tómasargerði var oft nefnt Tumsa.
Nefndi Jón Sigfússon nafna sinn ávallt Tumsu-Jón í
óvirðingar skyni. Fóru þeir nafnar oftast á hverjum
vetri kynnisför í Svarfaðardal til að hitta frændur og
vini og dvöldust þar um tíma, en frekar var Jóni frá
Skriðukoti illa við, að Jón frá Tómasargerði væri þar
4