Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 38
14 SILFURSALINN OG URÐARBÚINN [Gríma
arnir komu a£ sundinu í Lagarfljóti, sem er mjög
þungt, því að niðurdráttur er þar mikill, hljóp svo
mikill galsi í þá, að ekki varð við þá ráðið. Þutu þeir
sem hundeltir áleiðis til Jökulsár. Fylgdarmaðurinn
renndi gæðing sínum sem mest hann mátti, til þess að
komast fyrir hestana áður en þeir kæmust að Jökulsá,
en sýslumaður reið hægfara eftir melunum norðan við
Lagarfljót, gaf gæðing sínum eftir aðeins sprett og
sprett, svo að honum gæti hitnað eftir sundið. Kom
sýslumaður þá auga á mann með tvo til reiðar, er kom
út Hróarstunguna og hafði mjög hraðann á; virtist
hann ætla sér í veg fyrir sýslumann og innan stundar
mætti hraðfari þessi honum. Kvaðst hann vera sendur
af vegagerðarmönnum við Jökulsá hjá Fossvöllum;
hafi þeir fundið mannsbein í urðargjótu á bakka Jök-
ulsár, þar sem verið væri að leggja nýjan veg upp frá
brúnni gegnum stórgrýtisurð; vilji vegagerðarmenn-
irnir að sýslumaður komi án tafar til athugunar þess-
um einkennilega fundi.
Sýslumaður kvað sér óhægt um vik, þar sem fylgdar-
maður og hestar muni þegar vera kömnir norður und-
ir Jökulsá, undan Sleðbrjót, þar sem þinga eigi næsta
dag; þetta verði fjögurra stunda krókur. Hraðboðinn
kvað vegagerðarmennina ekki vilja hreyfa við manns-
beinunum fyrr en sýslumaður kæmi og athugaði legu
þeirra; hér væri að ræða um gömul bein, og einn vega-
gerðarmanna hefði borið fram, að hér mundi koma
fram skýring á örlögum silfursalans, sem horfið hefði á
þessum slóðum fyrir nærri heilli öld. — Sýslumaður til-
kynnti þá hraðboðanum, að hann mundi koma og at-
huga beinin síðla sama dag. Flélt hann síðan áfram
ferð sinni norður að Jökulsá, þar sem fylgdarmaðurinn
beið með hestana. Var þá breytt um ferðaáætlun og