Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 104
80
ÖRNEFN ASÖGUR
[Grima
c. Peningaþúfa.
[Handrit Hreiðars Geirdals kennara 1908.]
í túninu á Hafrafelli í Reykhólahreppi er þúfa, sem
Peningaþúfa er kölluð. Seinast þegar eg sá hana, var
hún eins og geit í sauðahóp, snögg og óræktarleg. Sagt
er, að undir henni séu peningar fólgnir, en ekki má
róta við þúfunni til að nálgast þá, því að þá drepst ein
kýrin á bænum.
d. Tindahellir.
[Handrit Hreiðars Geirdals kennara 1908.]
Hellislág liggur mitt á milli Kletts og Tinda í Geira-
dal; er það grasgróin laut og efst í henni er hellir, sem
Tindahellir er kallaður. Hann er sagður mjög langur.
Þegar eg var ungur, heyrði eg sagt frá því, að köttur
hefði farið inn í hellinn í Hellislág og komið út aftur
í Sátudalsurð fyrir ofan Gautsdal, — en þar á milli er
röskur klukkutíma gangur. Var þá kötturinn allur
sviðinn og mjög rytjulegur. — Eg hef farið inn í helli
þenna með Ijós; komst eg á að gizka 30 faðma leið inn
eftir honum, en þá var ekki fært lengra fyrir þrengsl-
um.
e. Urðarteigsíjall.
[Handrit Árna Jóhannssonar. Sögn Sölva bónda Magnússonar 1
Kaupangi, 1906.]
í miðjum Hrafnkelsdal, austan megin árinnar, er
fjall, sem heitir Urðarteigsfjall. Það orð hefur legið á,
að um fengitíð rnegi ær ekki ganga í fjalli þessu, því að
þá verði lömbin vansköpuð. Gamalt fólk í dalnum
lagði fullan trúnað á þetta og kvaðst hafa eigin reynslu
fyrir því.