Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 96
SAGNIR ÚR ÞINGEYJARSÝSLU
72
[Gríma
væri eftir hana á þessum slóðum. Frá þessu sagði Krist-
björg mér sjálf löngu síðar.
b. Svipurinn í beitorhúsunum.
Þar sem nú er býlið Einbúi í Bárðardal, voru áður
beitarhús frá Arndísarstöðum. Einu sinni kom beitar-
húsamaðurinn þar að með fé sitt að kvöldlagi og ætl-
aði að láta það inn. En þá brá svo við, að engin kindin
vildi fara inn. Stríðir hann lengi við þetta árangurlaust
og hyggur loks, að einhver maður hljóti að vera inni
í húsinu og varna fénu inngöngu af hrekk við sig.
Rennur honum í skap, þrífur reku, sem var við hús-
ið, og veður inn. N okkur skíma var í húsinu. Sér hann
einhverja veru í mannsmynd við garðahöfuðið gegnt
dyrunum. Snarast hann að henni með uppreidda rek-
una, en hún hörfar undan inn í króna. Þegar hún
kemur inn í króarhornið og getur ekki hörfað lengra,
stekkur hún yfir garðann. Maðurinn hleypur þá fram
fyrir garðahöfuðið og inn í hina króna, því að hann
vildi vissulega lumbra á þessum náunga. En hinn stekk-
ur þá aftur yfir garðann. Gengur þetta svona nokkrum
sinnum, þar til beitarhúsamaðurinn stekkur yfir garð-
ann líka. Hopaði þá gesturinn fram króna og út úr
húsinu, en maðurinn fylgdi honum fast eftir. Snýr
svipurinn þá frarn að Skjálfandafljóti, sem rennur rétt
hjá húsinu, steypir sér fram af bakkanum og hverfur
þegar. — Þegar maðurinn var orðinn einn, greip hann
svo mikil hræðsla, að hann tók þegar á rás heim á leið.
Komst hann með naumindum heim og lá rúmfastur
lengi á eftir. Það hugðu menn, að þarna hefði verið á
ferð maður nokkur, er drukknað hafði í fljótinu og
aldrei fundizt. — Sögu þessa sagði móðir mín mér,
..