Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 24
4 SILFURSALINN OG URÐARBÚINN [Gríma
Það var fyrir rúmri öld, eða nánar í kringum 1830,
að langferðamaður nokkur lagði leið sína yfir Dimma-
fjallgarð snemma á jólaföstunni. Ferðamaður þessi
gisti á Grímsstöðum hinum gömlu. Kvaðst hann heita
Guðmundur og eiga heima í Grófinni í Reykjavík;
væri hann kallaður Guðmundur í Grófinni. Hann
kvaðst vera silfursali, erda hafði hann meðferðis tvær
læstar töskur úr selskinni, og í þeim hafði hann alls
konar silfunfarning til sölu, svo sem skeiðar, silfur-
búna spæni, giftingarhringa, eða svonefnda einbauga,
millur, brjóstnálar og ýmsa aðra skartgripi. Kvaðst
hann leggja mesta áherzlu á að gista á mannmörgum
heimilum, einkum prestssetrum, því að þar seldust
munirnir bezt.
Árla morguns, að liðinni ótu.stundi,, lagði silfursali
þessi af stað frá Grímsstöðum hinum gömlu, áleiðis yf-
ir Dimmafjallgarð að Haugsstöðum í Vopnafirði, eins
og áður er sagt, snemma á jólaföstunni, að líkindum
árið 1830. Maður þessi var allhár vexti, gervilegur á
velli, nokkuð við aldur. Töskur sínar bar hann, aðra á
bakinu, hina í fyrir, spenntar saman með breiðum sel-
skinnsólum yfir báðar ,xlir. í hliðartösku hafði hann
nestí sitt. Þegar hann renndi af stað á skíðum sínum
með broddstaf í hendi, var niðdimm nótt. Lausasnjór
hafði fallið, og því seinfært á sltíðunum, stillt veður.
Hvergi hreyfði neinn andvari eitt einasta snjókorn.
Þegar lýsti af degi, var vegfarandinn staddur á háum
fjallshrygg. Hvílík útsýn! En sú fegurð! Heiður him-
inn, enginn andvari; óendanleg vídd öræfanna blasir
við. Allt er faldið hvítri mjöll. Lengst í fjarska, út við
sjóndeildarhinginn í suðri, getur að líta Snæfellið
fagra, sem teygir sig hátt eins og tignarlega vaxin
gyðja. Nokkru vestar blasir við hinn þéttvaxni Herði-