Gríma - 01.09.1946, Blaðsíða 49
3.
Sagnir um Halldór Árnason
á Högnastöðum.
[Þorsteinn M. Jónsson skrásetti. Sögurnar a—h. eru eftir sögn Péturs
Björgvins Jónssonar skósmiðs á Akureyri 1945, — en sögurnar i.—k.
eftir sögn Jóns Austfjörðs á Akureyri 1946.]
a. Lýsing á Halldóri.
Halldór Árnason bjó lengi að Högnastöðum í Reyð-
arfirði og dó þar árið 1913. Halldór var hár maður
vexti og þrekinn, afrenndur að afli, fríður maður og
fyrirmannlegur og talinn vel greindur. Hann var vel
hagmæltur, kíminn og hrekkjóttur. Um hann hafa
gengið ýmsar sagnir og fara nokkrar hér á eftir.
b. Viðskipti Halldórs og Jónasar á Svínaskála.
Þegar Halldór bjó á Högnastöðum, bjó á Svínaskála,
sem er bær skammt frá Högnastöðum, Jónas Símonar-
son, gáfaður maður, hagmæltur, prýðisvel hagur, fram-
faramaður og sveitarhöfðingi. Sem dæmi um hagleik
Jónasar má nefna, að hánn bjó til sögunarvél, er gekk
fyrir vatnsafli úr bæjarlæknum. Þeir Halldór og Jónas
eltu oft grátt silfur sín á milli, og þrátt fyrir það, þótt
Jónas væri almennt talinn meiri gáfumaður en Hall-