Gríma - 01.09.1946, Side 58

Gríma - 01.09.1946, Side 58
34 ÞÁTTUR AF ÞORGEIRI STEFÁNSSYNI [Grima við skriftir, en enginn vissi, hvað hann skrifaði. Séra Jón Þorgrímsson, sem þá var prestur á Hálsi, vildi fá að vita hjá Þorgeiri, hvað hann væri að skrifa, en Þorgeir duldi hann sem aðra. Af þessari dul, sem var á skrifum Þorgeirs, mun almenningur hafa haldið, að hann væri að skrifa galdraskræður, og trúðu menn því fastlega, að hann væri göldróttur, og ekkert mun Þor- geir hafa gert til að draga úr þessari trú manna, heldur hið gagnstæða, svo að menn óttuðust hann. Hann var stirfinn og skapvondur, eins og áður er sagt, og undar- legur í flestum háttum. Nokkru áður en Þorgeir dó, telja menn að hann hafi brennt allar skræður sínar. Vegna skrifta sinna þurfti Þorgeir á miklum pappír að halda. Eitt sinn sem oftar kom hann til Akureyrar og bað kaupmann þar um pappír. Kaupmaður kvaðst ekki hafa svo mikinn pappír, að hann gæti selt hon- um; alþýðumenn þyrftu ekki á pappír að halda, en hann þyrfti að hafa til pappír handa prestum og öðr- um embættismönnum. Þorgeir brást illa við og kvaðst skyldi launa kaupmanni sem vert væri, ef hann fengi ekki pappírinn. En kaupmaður hafði beyg af Þorgeiri sem fleiri, þegar hann sá að hann reiddist, og fékk hann honum því fjórar pappírsarkir. Rann þá Þor- geiri reiðin. Annars er sagt, að kaupmenn hafi aldrei þorað að neita Þorgeiri alveg um úttekt, þótt flestir aðrir fengju ekki neitt hjá þeim. Þar sem Þorgeir var venjulega lundillur og óþjáll, þá var hann lítt vinsæll af alþýðu manna, sem taldi hann skaðlegan galdramann og því bezt að eiga sem minnst viðskipti við hann. Tvo vini átti þó Þorgeir, og átti annar þeirra heima í Hrísey, en hinn á Tjörnesi. Átti hann tíð bréfaviðskipti við þá báða, og slitnaði vinskapur þeirra aldrei. Þorgeir var ágætur skrifari, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.