Gríma - 01.09.1946, Page 70

Gríma - 01.09.1946, Page 70
46 FRÁ HALLGRÍMI ÞÓRÐARSYNI [Gríma um bás og engin þeirra laus. Fór hann aftur upp við það og hafði þegar á orði við fólkið, að hér mundi eng- inn annar hafa verið á ferð en Þorgeirsboli. Eftir þetta var allt með kyrrum kjörum, og sváfu allir vært það sem eftir var nætur. — Snemma morguns daginn eftir komu Fnjóskdælingar að Króksstöðum, og þóttust þá allir sjá, að Hallgrímur hefði getið rétt til. Þessa atviks minntist Hallgrímur jafnan með hinni rnestu furðu, sem von var, því að það mun vera einsdæmi, að nokk- ur maður hafi komið á bak slíkum reiðskjóta. Hallgrímur kvæntist konu þeirri, er Rósa hét, Gísla- dóttir, og var ættuð úr Hörgárdal. Þau hjón bjuggu lengi í Gröf, svo sem fyrr er frá sagt, en síðar voru þau á ýmsum stöðum í húsmennsku. Nokkru fyrir alda- mótin fóru þau að Völlum í Saurbæjarhreppi til tengdasonar síns, Jónasar Jóhannessonar, sem kvæntur var Sigurlínu dóttur þeirra, og voru þar til dauðadags. — Síðustu ár Hallgríms, þegar hann var nær því blind- ur orðinn og karlægur, fór orð af því, að fyrir hann bæri í svefni og vöku ýmislegt, sem eigi verður skynjað með venjulegum skilvitum. Skulu hér greind tvö dæmi þessa. Seint á vöku hins 11. dags marzmánaðar 1899, lá Hallgrímur í rúmi sínu og mun hafa verið milli svefns og vöku. Dimmviðri var á með frosti og fannkomu. Allt í einu reis hann upp með andfælum, stundi við þungan og mælti: „Það var maður að hrapa!“ Þegar hann var spurður, við hvað hann ætti, svaraði hann, að hann hefði séð mann, ríðandi á skjóttum hesti, og í hríðinni hefði hann, ásamt hestinum, hrapað fyrir kletta, svo að báðir væru dauðir. Varð Hallgrími mjög um sýn þessa, og var hann lengi að jafna sig á eftir. — Þetta sama kvöld var Þorsteinn bóndi Árnason í Lundi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.