Gríma - 01.09.1946, Page 50

Gríma - 01.09.1946, Page 50
26 SAGNIR UM HALLDÓR ÁRNASON [Gríma dór, þá bar hann samt oftast skarðan hlut f viðskiptum þeirra. Eitt sinn frétti Jónas, að Halldór hefði ort um sig vísu, er var þannig: „Yrki eg enn um andskotann, á mér níðast gerði hann. Þótt falskur bæði og svikull sé, samt vantar hann ætíð fé. Lítil þessi launin þvi eg læt í té." Stefndi Jónas Halldóri fyrir vísuna, og kom svo, að þeir mættu báðir í rétti hjá Jóni Ásmundssyni Johnsen á Eskifirði.1) Hélt Jónas því fram í réttinum, að Hall- dór hefði ort þessa níðvísu um sig, en Halldór kvaðst hafa ort hana um andskotann. En Jónas hélt sinni skoðun ákveðið fram. Spurði þá sýslumaður: „Eruð þér þá andsk., Jónas?“ Neitaði Jónas því. „(Jr því að svo er ekki,“ kvað sýslumaður, „þá neitið þér því um leið, að umrædd vísa sé um yður, og er því ekki fært fyrir yður að halda máli þessu lengra áfram." Lauk þar með máli þessu, en slæm þótti Jónasi málalokin, því að allir vissu, að Halldór hafði meint hann í vísunni, og hugði Jónas á hefndir. Vinnumann hafði Jónas, er Daníel hét; var hann bæði stór og sterkur og ófyrirleitinn. Verður það að samkomulagi á milli þeirra Jónasar og Daníels, að Daníel skuli fara kvöld nokkurt til Högnastaða og koma þangað ekki fyrr en víst væri, að Halldór væri háttaður. Skyldi hann biðja Halldór um að finna sig út. Gerðu þeir ráð fyrir því, að Halldóri myndi ekki finnast taka því að klæða sig og myndi hann því koma fáklæddur til dyra. Skyldi þá Daníel ráðast á hann og 1) Hann var sýsluraaður Suður-Múlasýslu 1872—1895.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.