Gríma - 01.09.1946, Síða 85

Gríma - 01.09.1946, Síða 85
Gríma] SÖGUR JÓNS SIGFÚSSONAR 61 um. Við Hannes sögðumst taka okkur til þakka og byrjuðum að drekka. „Þú ættir að ná þér í sopa, gæzka,“ sagði kóngur við drottninguna, sem sat á rúm- stokknum hjá honum; ,,eg skal ge£a þér tár út í það.“ Drottningin fór og kom aftur að vöru spori með bolla milli hálfs og fulls af kaffi, settist á stokkinn hjá kóngi og rétti bollann í áttina til hans, en hann fyllti boll- ann úr flöskunni. „Ja Friðrik! Þetta var of mikið. Eg verð full!“ sagði drottningin. „Og ekki held eg það,“ sagði kóngur; „þetta er svo meinlaust." — Við drukk- um svo kaffið, og þeir kóngur og Hannes klæddu sig síðan. Þegar þeir kóngur og Hannes voru búnir að klæða sig, fórum við allir inn í höllina. og kóngur settist í há- sætið, og við Hannes hvor til sinnar handar honum, en hirðin sat á bekkjunum út í frá. Kóngur kallaði svo til sín æðsta hirðmanninn, sem hét Kristjánsson, og sagði við hann: „Þeir ætla nú endilega að drífa sig heim í kvöld, hann Hannes og hann Jón. Við verðum þess vegna að láta öll okkar mál bíða í dag og afgreiða þeirra erindi. Eg ætla að biðja þig að senda eftir kaup- manninum í stóru norrænu verzluninni og biðja hann að koma og tala við okkur. Eg hafði talfært það við hann að selja mér pípur, þú veizt, þessar, sem hægt er að tala í; hann verzlar með svoleiðis dót, og íslending- ana langar til að eignast svoleiðis tilfæringar." Svo sagði kóngur, og Kristján sendi strax einn hirðmann- anna til kaupmannsins, sem kom innan stundar til hallarinnar. Kaupmaðurinn var drembinn og dreissugur skratti, með stóreflis ístru. — Kóngur og Hannes þjörkuðu lengi við hann, en hann var svo dýrseldur, að það var lífsins ómögulegt við hann að verzla. Loksins hvíslar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.