Bændablaðið - 11.08.2016, Síða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016
Fréttir
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins:
Karvel í leyfi og Vignir tekur við
Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar
landbúnaðarins (RML)
hefur samþykkt að veita
Karvel L. Karvelssyni, fram-
kvæmdastjóra RML, launalaust
leyfi til eins árs.
Vignir Sigurðsson, fjármála-
stjóri RML, mun taka við stöðu
Karvels á meðan.
Að sögn Karvels mun hann
taka sumarfrí mestan part septem-
bermánaðar og fara að svo búnu í
leyfi frá 1. október næstkomandi.
Vignir mun taka við fram-
kvæmdastjórastöðunni frá 1.
september.
Karvel segir að ástæða þess
að hann er á leið í leyfi sé sú að
hann er að fara að koma af stað
verslun í félagi við annan mann
á Akranesi.
Ekki ráðið í stað Vignis
Hann segir að ekki sé áformað að
ráða nýjan fjármálastjóra í stað
Vignis, heldur verði verkefni færð
til.
Karvel hefur gegnt starfi fram-
kvæmdastjóra RML frá stofnun
árið 2013. RML er einkahlutafélag
í eigu Bændasamtaka Íslands og
eru starfsmenn um 50. /smh
Karvel L. Karvelsson.
Sveitasæla í Reiðhöll-
inni Svaðastöðum
Landbúnaðarsýningin og bænda-
hátíðin Sveitasæla verður haldin
í Reiðhöllinni Svaðastöðum við
Sauðárkrók í Skagafirði nú á
laugardag, 13. ágúst, og er hún
opin frá kl. 11 til 17.30. Kvöldvaka
hefst á sama stað kl. 19.30.
Steinunn Gunnlaugsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sveitasælunnar, segir
að margt verði að venju að sjá og
skoða, enda sýnendur fjölmargir.
„Við leggjum áherslu á að þetta er
fjölskylduskemmtun þar sem land-
búnaður af öllu tagi er í öndvegi,“
segir hún.
Búgreinasamtökin taka þátt í
hátíðinni en að þessu sinni verður
sauðfjárræktin í forgrunni og verður
eitt og annað henni tengt sem gestir
geta forvitnast um.
Vélasalar munu sýna nýjustu tæki
og tól, dýragarður verður á svæðinu,
handverksmarkaður, matvælafram-
leiðslu verður gert hátt undir höfði
og Latabæjarfólk verður á svæð-
inu. Sameinað hestamannafélag,
Skagfirðingur, efnir til hestamóts
utandyra á laugardag.
Á sunnudag, 14. ágúst, verða bú
hér og hvar í Skagafirði opin gestum
og gangandi, þar má nefna að glænýtt
fjós að Kúskerpi og Vöglum verður
opið en að auki geta þeir sem leið
eiga um Skagaförð litið við á sauð-
fjárbúinu Ökrum, ferðaþjónustubæn-
um Kringlumýri eða á loðdýrabúinu
Skörðugili.“
Matarhátíð alþýðunnar haldin í sjötta sinn:
Breiðfylking íslensks land-
búnaðar kemur nú að hátíðinni
Matarhátíð alþýðunnar verður
haldin næstkomandi laugardag,
13. ágúst. Margir þekkja þessa
hátíð sem Reykjavík Bacon
Festival, en það hefur verið heiti
hennar í þessi fimm skipti sem hún
hefur verið haldin.
Að sögn Árna Georgssonar, eins
af stofnendum Reykjavík Bacon
Festival, hefur hátíðin þó alltaf haft
þá yfirskrift að vera matarhátíð
alþýðunnar. Nú hafi orðið þær eðlis-
breytingar á henni að breiðfylking
íslensks landbúnaðar mun koma að
hátíðinni – og því hafi þótt viðeig-
andi að gefa hátíðinni annað nafn
sem myndi betur hæfa. Hann segir
að stofnendur séu þó trúir uppruna
sínum og auðvitað sé hátíðin einnig
beikonhátíð.
„Hátíðin hefur vaxið jafnt og þétt
og alltaf fleiri og fleiri veitingastað-
ir og framleiðendur sem taka þátt.
Aðsókn hefur líka vaxið jafnt og þétt;
í byrjun mættu um 250 manns á fyrstu
hátíðina – sem var í raun viðburður
sem var skipulagður með tveggja tíma
fyrirvara. Í fyrra og árið 2014 komu
um 50 þúsund manns, árið þar á undan
um 20–25 þúsund og árið 2012 um
10–12 þúsund,“ segir Árni.
Óvænt lítil uppákoma orðin að
stórviðburði
„Upphaf hátíðarinnar má rekja til
þess að nokkrir Bandaríkjamenn
sem tengjast okkur stofnendum
voru á leið til landsins árið 2011 og
við vildum koma þeim á óvart. Við
vissum að þeir stæðu fyrir stærstu
beikonhátíð veraldar svo okkur þótti
sniðugt að bjóða þeim á litla beikon-
hátíð á Íslandi, sem hefur nú heldur
betur stækkað. Hópurinn sem stend-
ur á bak við hátíðina samanstendur
af nokkrum félögum sem störfuðu
saman á siglinga- og útivistarnám-
skeiði hjá Íþrótta- og tómstundaráði
upp úr aldamótum. En svo eru menn
einnig tengdir á ýmsan annan hátt. Í
hópnum eru bræður, æskufélagar og
æfingafélagar, svo eitthvað sé nefnt.
Við gleymum aldrei leiknum, því
þetta verður að vera skemmtilegt. Í því
sambandi höfum við reynt að glæða
hátíðirnar lífi og gleði. Svo má ekki
gleyma því að ágóði af hátíðinni rennur
til góðgerðarmála. Við höfum gefið
Hjartadeild LSH hjartasírita, höfum
styrkt félögin Umhyggju og Hjólakraft
og munum afhenda Æfingastöðinni
tæki nú á fimmtudaginn fyrir
ágóða hátíðarinnar frá því í fyrra.
Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og
þekkingar í hæfingu og endurhæfingu
fyrir börn og ungt fólk með frávik í
hreyfingum og þroska,“ segir Árni.
Styrkir bönd
landsbyggðar og borgar
Sem fyrr er hátíðin haldin á
Skólavörðustíg og nágrenni og segir
Árni að um 14 veitingastaðir muni
taka þátt og bjóða upp á innblásna
rétti. Hann segir að hátíðin tengi
landsbyggðina og borgina sterkari
böndum. /smh
Í fyrra sóttu um 50 þúsund manns hátíðina. Mynd / Siggi Anton
Tveir uppboðsmarkaðir eftir á árinu fyrir greiðslumark með mjólk:
Tækifæri til að gera tilboð er núna
– segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda
„Ég geri lítið annað þessa dagana
en svara símtölum frá bændum
sem eru að velta fyrir sér hvað
skuli gera, ég upplifi mig bara
sem fjármálaráðgjafa,“ segir
Arnar Árnason, formaður
Landssambands kúabænda, en
Matvælastofnun, Mast, hefur
auglýst uppboðsmarkað fyrir
greiðslumark í mjólk þann 1.
september næstkomandi og skulu
tilboð hafa borist þangað eigi síðar
en 25. ágúst næstkomandi.
Matvælastofnun vekur athygli
á því að einungis er hægt að selja
greiðslumark á septembermarkaðnum
sem ekki hefur verið framleitt upp
í á árinu. Eins er bent á að síðasti
uppboðsmarkaður með greiðslumark
í mjólk verður 1. nóvember
næstkomandi og þurfa tilboð vegna
hans að hafa borist í síðasta lagi 26.
október. Viðskipti á þeim markaði
gilda fyrir greiðslumark árið 2017.
„Það var uppi nokkur óvissa
með nóvembermarkaðinn, þ. e.
hvort af honum gæti orðið, því hann
gildir fyrir næsta ár og þá mun að
öllum líkindum hafa tekið gildi nýr
búvörusamningur. Nú er búið að
skera úr um að sá markaður verður
haldinn þannig að bændur geta hvort
heldur sem er selt á þeim markaði eða
keypt,“ segir Arnar.
Innlausnarskylda tekur við
Eftir áramót tekur við
innlausnarskylda af hálfu ríkisins,
sem mun innleysa greiðslumark á
sama verði og fékkst á kvótamarkaði
áður. „Það breytist því í rauninni
lítið, en gott fyrir bændur að hafa í
huga að þessir tveir gluggar eru nú
opnir, kvótamarkaðirnir í september
og nóvember, og um að gera fyrir
þá sem ætla sér að eiga viðskipti á
þessum tveimur mörkuðum að hafa
það í huga,“ segir Arnar.
Einkum á það við um þá sem
ætla sér að hætta í greininni og vilja
selja sitt greiðslumark, en jafnframt
fyrir þá sem hyggjast bæta við sig
greiðslumarki. „Tækifæri til að gera
tilboð er þá núna á þessum tveimur
síðustu kvótamörkuðum ársins,“
segir hann. Bændur eru að sögn
Arnars mikið að velta vöngum þessa
dagana, en aðstæður eru misjafnar
eins og gengur og ekki allir á sömu
leiðinni. /MÞÞ
Arnar Árnason, formaður Landssam-
bands kúabænda.
Krakkarnir sýna þaulþjálfaða kálfa.
Undanfarin 25 ár hefur Jónatan
Hermannsson, tilraunastjóri
Landbúnaðarháskóla Íslands
á Korpu, staðið að saman-
burðartilraunum á byggyrkjum
frá nágrannalöndum Íslands.
Tilgangurinn er að athuga hvernig
þau standa sig í íslenskum aðstæð-
um í sambanburði við íslensk yrki.
„Við höfum gert tilraunir af þessu
tagi á hverju ári og borið saman erlend
byggyrki og okkar eigin kynbótalínur.
Í sumar gerðum við þessar tilraun-
ir eins og venjulega. Reitirnir eru
að þessu sinni 108 á hverjum stað.
Meðal íslensku kynbótalínanna í til-
raununum eru nú tvær sem komnar eru
langleiðina í það að verða ný skrásett
yrki,“ segir Jónatan.
Að sögn Jónatans eru sams
konar tilraunir gerðar á fjórum stöð-
um á landinu eins og venja hefur
verið; á Korpu, á Þorvaldseyri
undir Eyjafjöllum, á Vindheimum
í Skagafirði og Möðruvöllum í
Hörgárdal. Um tilraunina á Korpu
segir hann: „Sáð var í þessa tilraun 26.
apríl eða á góðum tíma miðað við það
sem við eigum að venjast hér. Áburður
var mjög í hófi eða 60 kg af köfnun-
arefni á hektara – enda land frjósamt
þar sem tilraunin stendur.
Kornið lítur prýðilega út, sprettan
er mjög góð, heilbrigði með því besta,
blaðsjúkdómar sjást varla, illgresi í
lágmarki. Þó var engum varnarefnum
beitt,“ segir Jónatan.
Hann segir kornið þó furðu seint
til þroska á Korpu þetta árið, í ljósi
þess að hiti í Reykjavík hefur verið
1,4 stig yfir meðallagi áranna 1961–90
allan líftíma kornsins og úrkoma ekki
verið til trafala – einungis 80 prósent
af meðalúrkomu.
Því sér hann ekki fram á að korn
verði skorið á Korpu fyrr en í fyrsta
lagi eftir fimm vikur. Í hinum til-
raunareitunum fyrir norðan og austan
sé kornið komið talsvert lengra í
þroska. /smh
Samanburðartilraun á byggyrkjum á Korpu 2016. Bygginu var sáð 26. apríl,
en myndin er tekin undir morgunsól 6. ágúst. Mynd / Jónatan Hermannsson
Korntilraunir á Korpu