Bændablaðið - 11.08.2016, Blaðsíða 19
19Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016
geti verið að ræktunarmarkmiðið sé
orðið úrelt. „Við erum svo heppin
að eiga þennan frábæra og fjölhæfa
hest. Íslenski hesturinn er svo fjöl-
breyttur og þá á ég ekki aðeins við
hvað einn hestur getur gert mikið,
heldur hvað við eigum marga ólíka
hesta og hestgerðir. Það er sorglegt
ef við ætlum að vinna markvisst að
því að útrýma vissum hestgerðum,
vegna þess að gildandi er ævagamalt
og hugsanlega úrelt ræktunarmark-
mið. Fyrir utan það hvað klárhestar
eru eftirsóknarverðir söluhestar eru
þeir eins mikilvægir í ræktun eins
og alhliðahestur, enda notum við
þá til skiptis til að bæta hver annan.
Alvöru hestamenn hafa mest gaman
af afrekshestum með frábært geðslag,
vilja til að vinna með manninum og
styrk til þess að afkasta, að gang-
tegundirnar séu háar með skreflengd,
mýkt og svifi þar sem það á við. Ef
hestur býr yfir þessum eiginleikum
þá gefur hann knapa sinum frábæra
upplifun þar sem engu skiptir hvort
það séu fjórar eða fimm gangtegundir
til staðar.“
Feti framar
Það fer ekki mikið fyrir feti í umræð-
um um gangtegundir. Olil og Bergur
hafa lagt rækt við gangtegundina.
„Íslenski hesturinn hefur fimm
gangtegundir. Góður reiðmaður
hefur gaman af að afkasta gang-
tegundum, hvort sem það heitir tölt,
brokk, skeið, stökk eða fet. En fetið
er oft vanmetið. Kennari okkar, Julio
Borba, sagði við okkur að fetið væri
bæði móðir og faðir annarra gang-
tegunda. Þó ég sé enn ekki alveg
farin að skilja það til fulls, er mikil-
vægi þess að skýrast fyrir mér og er
ég komin með ákveðnar kenningar,“
segir Olil.
Vægi fets er ekki síst mikið þegar
kemur að því að selja hross. „Þegar
hross fara á markaðinn verður fetið
jafnverðmætt og aðrar gangtegund-
ir, því þeir sem leita sér að keppn-
ishrossum skoða fetið ítarlega og
margar sölur hafa misfarist vegna
skorts á feti,“ segir Bergur.
Með áratuga ræktun að baki hafa
þau Bergur og Olil lært af reynslu.
Framförum í hrossarækt, aðstöðu,
atlæti og þjálfun hefur fleygt fram á
meðan og hrossin verða sífellt betri.
Þau segjast búa vel að því að þekkja
bakættir allra hrossa sinna. „Við
höldum mikilli yfirsýn og höfum
oftar en ekki tamið sjálf bæði mömm-
ur, ömmur og langömmur hrossanna.
Við höfum því miklar upplýsingar
um það efni sem við erum með. Við
getum einnig horft gagnrýnt á afurð-
irnar okkar því þannig kemst maður
lengra,“ segir Bergur.
Þau hafa einnig hert mjög kröf-
urnar á ræktunarhryssurnar. „Við
erum ákveðnari sem aldrei fyrr að
rækta sem minnst af miðlungs hross-
um. Við höfum til að mynda hætt að
nota hryssur sem eru ekki nógu skil-
virkar á mjög góð hross. Þótt það séu
topphross í afkvæmahópnum voru
þær að gefa fleiri meðalhesta, sem
urðu kannski ágætis reiðhross, en
slík vara er því miður of verðlág eða
verðlaus. Hryssur sem gefa of mörg
slík hross eru ekki forsvaranlegar
í ræktun ef markmiðið er að lifa á
henni. Það er líka erfitt og nánast
óþolandi að verða að fella efnileg
reiðhross vegna þessa.“
Þrátt fyrir krefjandi sölumarkað
hafa Bergur og Olil haldið hrossa-
fjölda sínum svipuðum í mörg ár.
„Markmið okkur er að selja jafnmörg
hross og hafa fæðst ár hvert, það er
verðugt markmið. Við finnum hestun-
um okkar hlutverk en það er hart barist
um hvern kúnna á markaðnum. Góður
hestur selst hins vegar alltaf. “
Uppboðsmarkaður fyrir greiðslumark í mjólk
Uppboðsmarkaður fyrir greiðslumark í mjólk (kvótamarkaður) verður haldinn
1. september 2016. Vakin er athygli á því að aðeins er hægt að selja greiðslumark
sem ekki hefur verið framleitt upp í á árinu (ónotað greiðslumark) á september-
markaðnum.
Tilboð skulu hafa borist Matvælastofnun eigi síðar 25. ágúst 2016. Eyðublöð má
finna á heimasíðu Matvælastofnunar (www.mast.is).
Þeir sem óska eftir að kaupa eða selja greiðslumark á markaðnum skulu skila inn til
Matvælastofnunar tilboðum ásamt öllum tilskyldum fylgigögnum í lokuðu umslagi.
Tilgreina skal nafn og kennitölu tilboðsaðila, heimili, búsnúmer og netfang ef það
er fyrir hendi og það magn og verð greiðslumarks, sem boðið er til sölu eða leitað
er eftir kaupum á. Sjá nánar reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að
greiðslumarki mjólkur á lögbýlum nr. 190/2011 með síðari breytingum.
Athygli er vakin á því að síðasti uppboðsmarkaður með mjólk verður haldinn 1.
nóvember 2016. Tilboð skulu hafa borist Matvælastofnun eigi síðar en 25. október
2016 vegna nóvember markaðar. Viðskipti á þeim markaði gilda fyrir greiðslumark
árið 2017, sbr. breytingarreglugerð nr. 648/2016 frá júlí síðastliðnum.
Auglýst eftir umsækjendum um
stuðning til söfnunar ullar
Samkvæmt 3. gr. verklagsreglna um ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar í VIÐAUKA
I í reglugerð nr. 1221/2015 (verklagsreglur um ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar)
auglýsir Matvælastofnun eftir umsækjendum um stuðning til söfnunar ullar.
Umsóknarfrestur er til 25. september næstkomandi.
Nýliðun í mjólkurframleiðslu
Matvælastofnun auglýsir eftir umsækjendum um framlög vegna stuðnings við
nýliðun í mjólkurframleiðslu samkvæmt verklagsreglum í VIÐAUKA V, (verklags-
reglur um stuðning við nýliðun í mjólkurframleiðslu) í reglugerð nr. 1220/2015 um
greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2016, með
síðari breytingum. Þeir sem hafa hug á að sækja um eru hvattir til að kynna sér
áðurnefndar verklagsreglur. Umsóknarfrestur er til 15. október næstkomandi.
Framlög til jarðræktar
og hreinsunar affallsskurða
Matvælastofnun auglýsir eftir umsækjendum um jarðræktarstyrki vegna fram-
kvæmda á árinu 2016. Opnað er fyrir rafrænar umsóknir á Bændatorginu. Upp-
lýsingar um skráðar spildur og stafræn túnkort eru sóttar sjálfvirkt í skýrsluhalds-
kerfið JÖRÐ. Umsóknarfrestur er til 10. september 2016. Framlög til jarðræktar
fara eftir verklagsreglum í reglugerð nr. 1221/2015 um greiðslumark sauðfjár á
lögbýlum 2016, og reglugerð nr. 1220/2015 um greiðslumark mjólkur á lögbýl-
um og greiðslur til bænda verðlagsárið 2016, í VIÐAUKA II og III, um framlög til
jarðræktar og hreinsunar affallsskurða. Skilyrði þess að verkefni njóti framlags er
að fram fari úttekt sem úttektaraðilar búnaðarsambanda framkvæma eigi síðar
en 15. nóvember 2016.
Aðeins er tekið við rafrænum umsóknum í gegnum Bændatorgið.
Nánari upplýsingar veitir skrifstofa
búnaðarmála Matvælastofnunar,
Bændahöllinni v. Hagatorg,
sími 530 4800.
Netfang mast@mast.is.
www.mast.is
Framganga Bergs á hryssunni Kötlu frá Ketilsstöðum vakti aðdáun
Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum, 5
vetra klárhestur undan Álfadísi og
í aðaleinkunn. Myndir / GHP
-