Bændablaðið - 11.08.2016, Page 34

Bændablaðið - 11.08.2016, Page 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. ágúst 2016 Man – stopul framleiðsla Í dag þekkja margir farartækin frá MAN AG sem vöruflutninga- bíla en fyrirtækið framleiddi einnig dráttarvélar frá 1924 til 1956. Saga Manschinefabrik Augsburg-Nurnberg spannar 258 ára og nær aftur til ársins 1758. Eins og nafn fyrirtækisins gefur til kynna er MAN þýsk að uppruna en er á alþjóða- markaði í dag. Fyrirtækið er eitt af þeim þrjátíu stærstu í Þýskalandi samkvæmt DAX-kauphallarvísitölunni og elsta skráða fyrirtækið hjá DAX. MAN er stórframleið- andi vöruflutningabíla, strætisvagna, dísilmótora og túrbína. Starfsmenn MAN eru rúmlega 50.000 og fyrirtækið er með umboðsaðila í 120 löndum. Heilagur Antony Upphaf fyrirtækisins er rakið til lítillar málmbræðslu og járn- smiðju í borginni Oberhauser við sem kallaðist Heilagur Antony. Reksturinn gekk vel og smám saman yfirtók Heilagur Antony fyrirtæki í svipuðum rekstri og stækkaði. Árið 1921 var nafn- inu breytt í Manschinefabrik Augsburg-Nurnberg. Þrátt fyrir að MAN sé í dag þekktast fyrir framleiðslu á vöru- flutningabílum hefur fyrirtæk- ið víða komið við á langri sögu þess. Um tíma var það leiðandi í framleiðslu á prentvélum fyrir dagblöð og ein fyrsta frystivélin var framleidd af MAN. Á þriðja áratug tuttugustu aldarinnar fram- leiddi MAN dísilmótor fyrir kaf- báta bandaríska sjóhersins en mótorarnir voru bilana- gjarnir og óáreiðanlegir. Fyrti traktorinn Snemma á öðrum áratug síðustu aldar hóf MAN framleiðslu á plógum og 1924 setti fyrirtækið á markað fyrstu vöruflutn- ingabílana og dráttarvél- arnar. Traktorarnir voru hannaðir í samvinnu við Rudolf Diesel og með fjögurra strokka dísilmótor. Salan var treg og framleiðslunni hætt eftir nokkur ár. Vöruflutningabílarnir, sem einnig voru með dísilvél, seldust aftur á móti vel og fyrsti stóri við- skiptavinurinn var póstþjónustan í Bavaríu. Hertrukkar og stríðstól Framleiðsla MAN dráttarvéla hófst aftur 1938 og að þessu sinni með tilþrifum. Traktorarnir voru stærri og öflugri en eldri týpur og aðrar dráttarvélar á markaði á þeim tíma. Stærsta vélin kallaðist AS250 og var 50 hestöfl. Framleiðslu MAN traktora var aftur hætt í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar og fyrirtækið hóf framleiðslu á her- trukkum og stríðstólum fyrir þýska herinn. Við hernám Þjóðverja í Frakklandi tók MAN við rekstri frönsku Latil dráttarvélaverk- smiðjunnar og rak hana meðan á hernáminu stóð. Traktorar enn og aftur Fimm árum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hóf MAN enn á ný framleiðslu á dráttarvélum. Traktorarnir þóttu tæknilega fullkomnir á þeirra tíma mælikvarða. Hægt var að fá þá með eða án húss, með drifi á tveimur eða fjörum dekkjum og á bilinu 25 til 50 hestöfl. Þrátt fyrir ágæta sölu á þessum traktorum var framleiðsla og sala á dráttarvélum einungis lítill hluti af veltu fyrirtækisins. Árið 1958 var framleiðsla MAN dráttarvéla yfirtekin af dráttar- vélaframleiðandanum Porsche. Fjórum árum síðar, 1962, hætti Mannesmann sem var eigandi Porscha á þeim tíma framleiðslu þeirra. Alls voru framleiddir um fjörutíu þúsund dráttarvélar undir heitinu MAN frá 1924 til 1962 og var einkennislitur þeirra alla tíð grænn. /VH Af hverju velta hestar sér? „Spurningin er góð og ýmsir hafa velt svarinu fyrir sér, sumir vilja álíta að þörfin komi innan frá, jafn- vel í tengslum við meltingarfærin sem eru mjög viðkvæm og hanga öll í einum himnupoka, en það sem ég álít þó frekar er að hér sé um vöðvaslökunartengt ferli að ræða enda velta hross sér nær undan- tekningarlaust eftir erfiði,“ segir Kristinn Hugason, forstöðumað- ur Söguseturs íslenska hestsins, þegar hann var spurður af hverju hestar velti sér. Bjarni Þorkelsson, hrossaræktandi á Þóroddsstöðum, á líka sína skýringu. „Þeir mega ekki sjá moldarflag eða fínan sand, þá eru þeir lagstir og velta sér, gjarnan um hrygg. Þetta er sterkt eðlisbundið atferli hrossa, á því er enginn vafi.“ /MHH Ljósmynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson Býflugnarækt: Yndislegt áhugamál að rækta býflugur Svala Sigurgeirsdóttir líffræðingur hóf að rækta býflugur í fyrrasumar og árangurinn hefur ekki látið á sér standa, þrátt fyrir að hún hafi gert allt rangt til að byrja með að eigin sögn. Það sem af er sumri hefur hún fengið sextán kíló af hunangi. „Ég fór á námskeið hjá Býflugna- ræktarfélagi Íslands í fyrra og keypti mér einn pakka af býflugum eins og það kallast. Í einum pakka er um eitt og hálft kíló af flugum, eða um fimmt- án hundruð flugur og ein drottning. Ég fékk flugurnar um mánaðamótin júní-júlí en þær eru fluttar hingað til lands frá Álandseyjum þar sem sjúkdómatíðnier lág og flugurnar þar lausar við maur sem leggst á þær víða annars staðar.“ Nágrannarnir taka flugunum fagnandi Svala segist vera með búið í garðin- um hjá sér og að hún eigi yndislega nágranna sem taki flugunum fagnandi og finnist ræktunin forvitnileg. „Á námskeiðinu hjá Býflugna- ræktarfélaginu lærir maður um líf- fræði býflugna, smíði hentugs hús- næðis og smíði ramma. Við kom- una til landsins frá Álandseyjum er þessum nýbúum sturtað úr flutn- ingskassanum ofan í hið nýgerða heimili. Drottningin kemur sér fyrir í litlu búri ásamt nokkrum þernum. Þetta búr er síðan opnað að hálfu, sett ofan í kassann og á um tveimur dögum sleppur drottningin úr búinu og hefur sína vinnu. Sem ein heild taka allar þernurnar við að undirbúa varp drottningarinnar, mötun ungvið- is og söfnun hunangs og frjókorna. Daginn eftir að ég setti flugurnar og drottninguna í búið drápu þern- urnar búrdrottninguna og hentu henni út úr búinu. Sem betur fer var önnur drottning í sendingunni og hún byrjaði fljótlega að verpa og er hörkudugleg.“ Flugunum fjölgaði hratt Svala segir að flugunum hjá sér hafi fjölgað hratt og áður en hún vissi af var hún komin með fjóra kassa á fjór- um hæðum. „Ég vetraði flugurnar á þremur kössum og vegna þess hvað haustið var gott verpti drottningin í törnum fram í október. Veðrið var flugunum líka hagstætt í vor og ég með fimm kassa. Í hverjum kassa eru tíu rammar og í hverjum ramma eru þúsund varpstæði. Þegar maður er kominn með svona marga kassa er vinnan við umhirðu flugnanna orðin talsverð en skoða þarf hvern einasta ramma á um tíu daga fresti. Fjölgunin í kössunum var reyndar svo mikil að flugurnar voru farnar að sýna tilhneigingu til að sverma. Sem þýðir að gamla drottningin flytur sig um set með hluta af vinnudýrunum með sér og leitar sér að öðru heim- ili. Ég dreif mig því í að smíða fleiri kassa og skipta búinu upp í tvígang.“ Sextán kíló af hunangi Það sem af er þessu sumri hefur Svala fengið sextán kíló af hunangi sem hún setti á krukkur eftir kúnstarinnar reglum og eitthvað er eftir af fölu sumarhunangi sem er bæði gott ofan á brauð, út í te og einstaklega gott á bólur, segir Svala. „Mér er sagt að ég eigi eftir að fá talsvert af hunangi í viðbót í sumar. Ég efast reyndar sjálf um að það verði önnur sextán kíló til viðbótar þar sem ég hef ekki fóðrað gamla búið með sykurlegi frá því í vor.“ Ól sjálf upp drottningu Svala segir óvenjulegt að nýjar drottningar verði til hér á landi en að þernunum í einum kassanum henn- ar hafi tekist að ala upp eina slíka. „Hún náði síðan að fljúga út nokkrum sinnum og eðla sig í háloftunum við drunta úr öðrum búum hér á Selfossi. Býflugnadrottningar frjóvgast bara einu sinni á ævinni og það getur dugað þeim í allt að átta ár.“ Skemmtilegt áhugamál „Ég hefði ekki getað trúað því hvað það er skemmtilegt að stunda býflugnarækt áður en ég fór út í hana sjálf. Helsti gallinn er að maður getur ekki farið marga daga í burtu í einu og hvað þá í langt ferðalag, nema að fá einhvern til að hugsa um búið fyrir mann á meðan,“ segir Svala Sigurgeirsdóttir, býflugnaræktandi á Selfossi. /VH -

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.