Bændablaðið - 22.09.2016, Síða 7

Bændablaðið - 22.09.2016, Síða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Hjónin Magnús Sigsteinsson á Blikastöðum, fyrrverandi búfræðiráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, og Marta Guðrún Sigurðardóttir komu á dögunum færandi hendi á Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri. Afhentu þau þá Bjarna Guðmundssyni verkefnisstjóra kornsláttuvél, gamla þreski- vél og kornhreinsivél sem notaðar voru á Blikastöðum og fleiri bæjum í Mosfellssveit fyrir um sextíu til áttatíu árum. „Þetta eru kornræktartæki sem voru hér í geymslu á Blikastöðum. Þarna er um að ræða gamalt þreskiverk og kornhreinsara sem er frá 1936, eða frá búskapartíð Magnúsar Þorlákssonar, afa míns á Blikastöðum. Kornsláttuvélin sem við fórum líka með upp á Hvanneyri, eða „selvbinder“ eins og það heitir á dönsku, sló kornið og batt það í knippi og skilaði því þannig frá sér. Þetta er seinni tíma vél, líklega frá miðjum fimmta áratugnum,“ segir Magnús Sigsteinsson. Hann segir að þau hafi farið tvær ferðir með búnaðinn á Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri, en seinni ferðin var með sláttuvélina sem er mun meiri um sig en þreskiverkið. Notuð í Mosfellssveit á fimmta og sjötta áratugnum „Sláttuvélin var notuð á nokkrum bæjum hér í neðanverðri Mosfellssveitinni á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Það var á meðan kornrækt var þar almennt stunduð. Vélin var dregin af traktor og Árni G. Eylands nefnir m.a. þessi tæki í kafla um kornrækt í bókinni Búvélar og ræktun. Þá segir hann að þessi kornsláttuvél hafi verið til í Mosfellsbæ og notuð í Láguhlíð, sem var þá eitt af nýbýlunum úr Lágafellslandinu. Ég held ég fari örugglega rétt með að þessi kornsláttuvél hafi verið sameign nokkurra bænda og var faðir minn, Sigsteinn Pálsson, þar á meðal. Hann var alltaf með kornrækt á Blikastöðum á einum til tveim hekturum. Dálítil kornrækt var líka á sumum nýbýlunum á Lágafellslandinu. Það var svo sem ekki mikið land sem fylgdi þessum nýbýlum, því allt í allt hafa þetta verið um 20 hektarar.“ Mjög ólíkt verklag frá því sem nú þekkist „Ég man sjálfur eftir þessum kornskurði sem krakki. Þetta var gert á danska vísu. Kornknippin sem vélin skilaði frá sér voru tekin og reist upp tvö og tvö saman. Þannig var þetta látið standa úti í dálítinn tíma til að þurrka kornið ef veður var hagstætt. Síðan var það tekið í hús og þreskt og keyrt í gegnum þetta þreskiverk. Allt verklag við þetta var mjög ólíkt því sem þekkist í dag. Kornsláttuvélin var notuð á þessu svæði fram eftir sjötta áratugnum, eða þar til korn- rækt lagðist þar alveg af vegna versnandi veð- urskilyrða. Ég held að það hafi verið á árunum 1955 til 1957 sem síðast var ræktað korn hér heima á Blikastöðum. Eftir það fór vélin í geymslu á Blikastöðum. Þar hefur hún stað- ið, þar til við fórum að taka til og tæma allar þessar geymslur nú í sumar,“ segir Magnús Sigsteinsson. /HKr. Hjónin á Blikastöðum komu færandi hendi á Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri: Gömul kornræktartæki sem þjónuðu bændum í Mosfellssveit um miðja síðustu öld Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM Um nokkurra mánaða skeið hafa lesendur mátt þola kveðskap hagyrðinga frá vísnakvöldi Karlakórs Eyjafjarðar frá sl. pásk- um. Því er ekki að leyna, að myndast hefur nokkur símaforði frá mönnum sem gjarnan vildu koma efni að. Reynt verður að létta ögn á þeim þrýstingi í þessum þætti. Einar Kolbeinsson er einn minna símavina. Í bráðum veik- indum konu minnar, Petru Bjarkar, dvaldi ég hjá henni um mánaðarbil á Landspítalanum. Þangað sendi Einar þessi fágætu huggunarorð: Vinarfjöðrum vængjað hef vonir hjartanlegar. Áfram verði ykkar skref öll til betri vegar. Í byrjun júní sl. var svo Petru flog- ið norður á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Einar orti við þau vistaskipti: Vakir hjá mér vonar skin vinar fyllt af hlýju, að nú gistir elsku vin Eyjafjörð að nýju. Meðan á dvöl okkar Petru stóð á Landspítalanum, gætti Einar eigna okkar fyrir norðan: Vermandi hér vinnur dyggð vorið með sínum hætti. Kafgras er í Kotabyggð og komið að fyrsta slætti. Í pólitíkinni var, sem jafnan fyrr, nóg um yrkisefni. Stöðug mótmæli við Austurvöll og eignaspjöll framin. Viskan út um völlinn fer og víða haldnir fundir, en grátlegast hve ganga úr sér glerhús um þessar mundir. Það er eins og þjóðin öll þekkist nýja búsið... ... að æða niður á Austurvöll og öskra þar á Húsið. Ótal manns voru orðaðir við forsetafram- boð á árinu. Meira að segja Einar hélt sig geta átt erindi á Bessastaði: Ég við þrautseigt stoltið styð mig þó standi einn á bæjarhlaði, og enginn tali ennþá við mig um að fara á Bessastaði. Ég bauð Einari og dóttur hans, Dögun, til sjóstangveiði um daginn. Upphafinn orti hann er í land var komið: Hafið færir hugarró, harm úr brjósti rekur, og að „míga í saltan sjó“ sælu hjá mér vekur. Þó nokkrir reyndust svo muna eftir afmæli Einars þann 5. sept. sl. Ylja löngum orðin hlý, og andans létta byrði. Kveðjurnar ég þakka því þær voru mikils virði. Í dag má heita brotið blað því brautir áfram liggja. Í fyrsta skipti fer af stað 43ja. Í skugga búvörusamninga hélt Einar svo í fjárleitir. Á Facebook-síðu sinni birti hann mynd hvar hann svalar þorsta við litla lind. Myndinni fylgir ljóðkorn sem hann nefnir „Smálækjarskáld“. Lipurt ljóð sem gæti svalað þorsta hagyrðings til frekari viðurkenningar. Í fangbrögðum fjallprýddra dala fjármaður stríð sitt heyr. Þar krýp ég þreyttur og svala þorsta sem aldrei deyr. Og þyrstum er svalandi sopinn er seytlar um eldsmíðað berg. Ég kyssi þá klöpp sem að dropinn kaldlyndur holar í erg. 162 Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Magnús Sigsteinsson og Marta Guðrún Sigurðardóttir á Blikastöðum afhenda Bjarna Guðmundssyni, verkefnisstjóra á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri, kornskurðarvélina góðu. Myndir / Magnús þór Magnússon Þreskivélarnar í gamla daga voru dálítið öðruvísi en sá búnaður sem nú er notaður. Komið með þreskiverkið í hlað hjá Landbún- aðarsafninu á Hvanneyri. Bjarni Guðmundsson, Magnús Sigsteinsson og Jóhannes Ellertsson virða fyrir sér gömlu tækin.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.