Bændablaðið - 22.09.2016, Page 10

Bændablaðið - 22.09.2016, Page 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Nýlega var undirritaður samningur á milli Sveitarfélagsins Árborgar og velferðarráðuneytisins um byggingu hjúkrunarheimilis á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg á Selfossi. Fimmtíu hjúkrunarrými verða í byggingunni og er áætlað að heim- ilið verði tekið í notkun á fyrri hluta ársins 2019. Sveitarfélagið Árborg greiðir 16% stofnkostnaðar og ríkið 84%. Mikil þörf er á fleiri hjúkrunarrýmum á svæðið. Magnús Hlynur Hreiðarsson tók meðfylgjandi mynd þegar Ásta Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Árborgar, og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra tókust í hendur eftir að hafa skrifað undir samninginn. /MHH Fréttir Norræni genabankinn og Landgræðsla stóðu fyrir alþjóð- legri ráðstefnu um búfjárbeit dagana 12. til 15. september síðastliðinn. Fjöldi innlendra og erlendra fræðimanna sóttu og héldu erindi á ráðstefnunni um efni sem tengjast beitarmálum á Norðurslóðum. Beitarmál hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu enda hefur búfjárhald og beit umtalsverð áhrif á vistkerfi heimsins. Búfjárbeit á úthaga er einkum stunduð á jaðar- svæðum sem henta ekki til annars búskapar og hefur hún víða leitt til landeyðingar. Annars staðar hefur beit mótað menningarlandslag sem nú er metið til verðmæta sem ber að varðveita. Beit verður að stjórnast af fleiru en afköstum Í kynningu vegna ráðstefnunnar segir að sífellt meiri kröfur séu gerðar um sjálfbærni og þar með um sjálfbæra nýtingu beitilands. Þess vegna dugir ekki lengur að hugsa eingöngu um afköst og hversu mikið sé hægt að framleiða hér og nú. Stjórn og stefnumótun í land- búnaðarmálum þarf að mótast af fleiru en því hversu mikið hægt er að framleiða. Þar er nefnd aðlögun og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, beit og landeyðingu, verndun beit- arlandslags, beit og fæðuöryggi auk lagaumhverfis og stuðningskerfa beitarbúskapar. Hamingjusamir kúrekar Ola Jennersten, sem starfar fyrir World Wildlife Fund (WWF) í Svíþjóð, hélt erindi á ráðstefnunni sem hann kallar Happy cowboys and cowgirls, a necessity for future survival of semi-natural grassland. Í lauslegri þýðingu getur titillinn útlagst; Hamingjusamir kúrekar, nauðsyn fyrir framtíð og viðhald hálfvilltra beitarengja, og fjallar erindið um verndun og nýtingu beitarengja. Jennersten sagði í samtali við Bændablaðið að með hálfvilltum beitarengjum eigi hann við tegunda- fjölbreyttar engjar sem nýttar séu til beitar án þess að í þær hafi verið sáð eða þar sé gefinn áburður. „Slíkar engjar eru á undanhaldi í Svíþjóð sem er miður þar sem gróðurríki þeirra er mjög fjölbreytt og ólík ræktuðu graslendi sem í eru til- tölulega fáar tegundir gróðurs. Auk þess sem dýralíf er fjölbreyttara í hálfvilltum engjum en ræktuðu gras- lendi. Engjarnar geta einnig nýst fólki sem útivistarsvæði og eru sem slík að öllu leyti skemmtilegri og heilnæmari en ræktað land.“ Ástæðan fyrir hnignun engjanna að sögn Jennersten er að sífellt meira land er tekið undir ræktun á nytjaplöntum. „Í mínum huga eru bændur í lykilstöðu þegar kemur að verndun lands. Hlutverk þeirra er að framleiða matvæli og það sem mig langar er að þeir geri það á landi þar sem líffræðileg fjölbreytni er í forgangi og eykur gæði framleiðsl- unnar. Hugmyndin er einnig að gera neytendum grein fyrir því að þeir eru að kaupa matvæli sem eru rækt- uð með líffræðilega fjölbreytni að leiðarljósi og þannig gera þá viljugri til að greiða hærra verð fyrir fram- leiðsluna.“ Hærra verð fyrir engjakjöt „Í Sviss er hægt að fá ost sem er unninn úr mjólk kúa sem er beitt á fjallaengjum og það eitt gerir ostinn þrisvar sinnum dýrari en annan ost og það sem meira er, hann selst mjög vel. Það sama á að vera hægt með aðrar afurðir af skepnum sem eru aldar á hálfvilltum engjum en ekki graslendi. Að mínu mati ætti svo hið opinbera að greiða bændum fyrir viðhald á engjum til almenningsnota og vinna þannig að almannaheill og slíkt er reyndar gert í löndum Evrópusambandsins. Samtökin sem ég vinn fyrir hafa unnið að þessu í 25 ár og víða náð góðum árangri en hann er verri annars staðar eins og geng- ur enda eru bændur og ekki síst Bændasamtökin í Svíþjóð íhalds- söm og því oft erfitt að koma nýjum hugmyndum á framfæri.“ Dæmi frá Svíþjóð Að sögn Jennersten er Örebro í Mið- Svíþjóð og nærsveitir gott dæmi um hvar vel hefur tekist með nýtingu á engjum. „Bændur í sveitunum í kringum Örebro hafa tekið að sér að hugsa um og vernda eitt af fal- legustu vötnum í Svíþjóð, umhverfi þess og fuglalífinu sem tengist því. Verndunin felst meðal annars í hæfi- legri nautgripabeit á votlendinu í kringum vatnið. Kjötið af gripunum er selt í versl- unum í Örebro og merkt sérstaklega sem kjöt af gripum sem beitt er við vatnið. Verðið sem fæst fyrir kjötið er almennt hærra en fæst fyrir annað kjöt. Það sem ekki selst á góðu verði á almennum markaði fer til elliheim- ila og í skóla- og leikskólamáltíðir.“ /VH Alþjóðleg ráðstefna um búfjárbeit: Aukin krafa um sjálfbærni beitilands Fulltrúar Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar og Landhelgisgæslu Íslands undirrituðu á dögunum samkomulag um hafnarþjón- ustu fyrir varðskip Landhelgis- gæslunnar á Sauðárkróki. Samkomulagið kveður á um að Landhelgisgæslunni verði veitt öll nauðsynleg þjónusta fyrir varðskip stofnunarinnar á Sauðárkróki um lengri eða skemmri tíma, þ.m.t. hafnaraðstöðu, aðgang að heitu og köldu vatni, aðgang að rafmagni og losun á sorpi. Þetta kemur fram á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Öflugra almannavarna- og öryggisstarf Landhelgisgæslan leitast við að hafa varðskip statt fyrir Norðurlandi þegar aðstæður krefjast og er mikilvægt að tryggja aðgengi að hafnaraðstöðu á svæðinu. Með samkomulaginu er stuðlað að öflugra almannavarna- og öryggisstarfi á hafi norðan við Ísland. Í lok síðasta árs samþykkti ríkis- stjórn Íslands margvíslegar aðgerð- ir til að styrkja innviði, atvinnulíf og samfélag á Norðurlandi vestra. Ein af hinum samþykktu aðgerðum ríkisstjórnarinnar fólst í að kanna ávinning þess að koma upp varan- legri starfsstöð og heimahöfn fyrir eitt skipa Landhelgisgæslunnar á Sauðárkróki, þar sem m.a. verði horft til eftirlits- og björgunargetu á svæðinu og viðbragðsgetu vegna mengunarslysa. /MÞÞ Skagafjörður og Landhelgisgæslan: Samkomulag um hafnarþjónustu Sjóböð á Húsavíkurhöfða: Fyrsta skóflustunga tekin Fjöldi innlendra og erlendra fræðimanna sóttu ráðstefnuna. Mynd /VH Ola Jennersten, hjá World Wildlife Fund í Svíþjóð, hélt erindi um nýtingu hálfvilltra engja. Mynd /ÁÞ Sveitarstjórn Húnaþings vestra: Lögreglustöð verði mönnuð Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur tekið undir áhyggjur byggðaráðs sveitarfélagsins vegna þess hve fámennt lið lög- reglunnar á Norðurlandi vestra er, sú staða sé óviðunandi. Á fundi sveitarstjórnar á dögun- um voru ítrekaðar þær kröfur sem áður hafa komið fram, eða allt frá því að lögregluumdæmi voru sameinuð árið 2014, að á Hvammstanga verði mönnuð lög- reglustöð til að sinna því stóra svæði sem sveitarfélagið nær yfir. „Viðbragðstími lögreglu þegar alvarleg atvik eiga sér stað er eins og dæmin hafa sannað með öllu óviðunandi og veldur því að hætta skapast og íbúar upplifa óöryggi. Við það verður ekki búið lengur. Til að hægt verði að manna lögreglustöð á Hvammstanga þarf að fjölga í lögregluliði umdæm- isins alls og gerir sveitarstjórn Húnaþings vestra kröfu um að svo verði gert hið allra fyrsta,“ segir í bókun sveitarstjórnar. /MÞÞ Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðarráðs Svf. Skagafjarðar, og Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, takast í hendur að lokinni undirritun. Bak við þá standa þeir Auðunn Friðrik Kristinsson, verkefnastjóri á aðgerðasviði, og Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Stefnt er að því að sjóböð verði opnuð á Húsavíkurhöfða árið 2018, en fyrsta skóflustungan var tekin nú nýverið. Forsögu þess að ráðist er í fram- kvæmdina má rekja til þess að árið 1992 hóf hópur fólks á Húsavík að baða sig í gömlu ostakari sem komið var fyrir á Húsavíkurhöfða og þóttu baðferðir strax hafa góð áhrif á ýmis húðvandamál og sjúkdóma, eins og psoriasis. Allar götur síðan hefur ostakarið notið vinsælda, bæði meðal heimamanna og erlendra ferðamanna, sem í síauknum mæli hafa lagt leið sína að Húsavíkurhöfða til að bregða sér í karið. Guðbjartur Ellert Jónsson, fram- kvæmdastjóri Norðursiglingar og formaður stjórnar Sjóbaðanna, segir að lengi hafi verið í bígerð að hleypa verkefninu af stokkunum og því sé ánægjulegt að það hafi nú náðst. Gert ráð fyrir 40 þúsund gestum fyrsta árið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, flutti ávarp og lýsti yfir ánægju með framtakið og þá uppbyggingu í ferðaþjónustu sem átt hefur sér stað á Húsavík og nágrenni undanfarin ár. Útlit er fyrir að um 200 þúsund ferðamenn komi til Húsavíkur á þessu ári og Sjóböðin eru því kær- komin viðbót við afþreyingu sem í boði er á svæðinu. Gert er ráð fyrir að fyrsta rekstrarárið muni um 40 þúsund gestir koma í böðin og fjölga eftir það. Hluthafar í félaginu Sjóböð ehf. eru Tækifæri hf., Norðursigling, Baðfélag Mývatnssveitar, Orku- veita Húsavíkur og Dimmuborgir ehf. Guðbjartur Ellert Jónsson, fram- kvæmdastjóri Norðursiglingar, er stjórnarformaður Sjóbaða ehf. /MÞÞ Húsavík. Mynd /HKr. Fimmtíu ný hjúkrunarrými byggð á Selfossi

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.