Bændablaðið - 22.09.2016, Síða 20

Bændablaðið - 22.09.2016, Síða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Talsverð vitundarvakning hefur orðið á undanförnum árum varð- andi þann þátt landbúnaðar sem fellur undir skilgreininguna lífræn framleiðsla. Það sem ýtt hefur undir þessa þróun erlendis er vaxandi notk- un erfðabreyttra afbrigða samhliða aukinni notkun eiturefna. Framleiðendur lífrænna afurða í ESB-löndunum voru 257.100 árið 2014. Hæst hlutfall þeirra er á Ítalíu ,eða 17,9%, þá kemur Spánn með 11,9%, Pólland með 10,3%, Frakkland með 9,10%, Grikkland með 8,6%, Austurríki með 8,5%, Rúmenía með 5,7%, Svíþjóð með 2,2% og aðrar þjóð- ir eru með 16,1% af heildinni. Líftæknirisarnir koma óorði á líftæknina Þótt flestir viðurkenni að líftækni í land- búnaði geti verið mjög af hinu góða, þá hefur hugtakið erfðabreytt matvæli öðl- ast afar neikvæða merkingu. Ástæðan er tvíþætt. Annars vegar gríðarleg notkun eitur efna samhliða notkun á erfðabreyttum og eiturefna þolnum afbrigðum eins og korni og sojabaunum (Roundup r e a d y ) . Hins vegar hvernig stór- fyrirtæki sem fengið hafa e i n k a l e y f i á ákveðn- um plöntu- a f b r i g ð u m hafa hagað sér og stórskaðað bændur víða um heim. Sum þessara fyrir- tækja eru líka með einkaleyfi á eiturefnunum sem þau selja grimmt. Það má því með nokkrum sanni segja að líftæknirisarnir sjálfir hafi komið óorði á líftæknina í heim- inum. Eitt svarið til að komast út úr þessari hringekju og tryggja neytendum heil- næmar afurðir er því lífræn framleiðsla undir ströngu regluverki. Svar við notkun á 360.000 tonnum af sk. „varnarefnum“ Það er svo sem ekkert skrítið að almenningur sé farinn að snúast á sveif með lífræn- um ræktendum. Ekki þarf annað en að glugga í skýrslur Eurostat, m.a. „Eurostat statistical books“ (Agriculture, for- estry and fishery statistics 2015) til að átta sig á ástæðunni. Þar kemur m.a. fram að á árinu 2013 voru seld 360.000 tonn af sk. „varnarefnum“ í ríkjum Evrópusambandsins. Þetta eru skordýraeitur og plöntueitur sem að stærstum hluta er úðað yfir akra við ræktun á korni, grænmeti og ávöxtum. Þar af voru 19,5% seld á Spáni, 18,7% í Frakklandi, 13,8% á Ítalíu, 12,3% í Þýskalandi og 6,2% í Póllandi. Stærsta hlutfallið af eiturefnunum var til að eyða sveppagróðri og bakteríum eða um 42%. Síðan kom svokallaður ill- gresis- og mosaeyðir sem stendur fyrir 35% af notkuninni. Margvísleg önnur sérhæfð „plöntuvarnarefni“ eru svo um 13% en skordýraeitur er sagt vera 5% og „vaxtastýringarefni“ um 3–4%. 10,3 milljónir hektarar undir lífræna framleiðslu Í 28 ríkjum Evrópusambandsins voru á árinu 2014 rúmlega 10,3 milljónir hektara af ræktarlandi nýttir undir lífræna framleiðslu sem fer vaxandi. Hafði landnýting undir slíka starfsemi þá aukist um 2,3% á milli ára. Var það verulega meiri aukning en á milli áranna 2012 til 2013, en þá nam hún 0,2%. Um 5,9% ræktarlands komið undir lífræna framleiðslu Á árinu 2013 var 5,8% af nýtanlegu Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Fréttaskýring Belgía 62.471 66.704 6,8 Austurríki 526.689 525.521 -0,2 Bretland 558.718 512.475 -6,7 Búlgaría 56.287 47.914 -14,9 Danmörk 169.298 165.773 -2,1 Eistland 151.164 155.560 2,9 Finnland 204.810 210.649 2,9 Frakkland 1.060.756 1.118.845 5,5 Grikkland 383.606 362.826 -5,4 Holland 48.936 49.159 0,5 Írland 53.812 51.871 -3,6 Ítalía 1.317.177 1.387.913 5,4 Króatía 40.660 50.054 23,1 Kýpur 4.315 3.887 -9,9 Lettland 185.752 203.443 9,5 Litháen 165.885 164.390 -0,9 Lúxemborg 4.447 4.490 1 Malta 7 34 380,9 Portúgal 197.295 212.346 7,6 Pólland 669.863 657.902 -1,8 Rúmenía 301.148 289.252 -4 Slóvakía 157.848 180.307 14,2 Slóvenía 38.664 41.237 6,7 Spánn 1.610.129 1.710.475 6,2 Svíþjóð 500.996 501.831 0,2 Tékkland 474.231 472.663 -0,3 Ungverjaland 131.018 124.841 -4,7 Þýskaland 1.008.926 1.033.807 2,5 Noregur* 51.662 49.827 -3,6 Sviss* 127.282 133.002 4,5 Serbía* 9.548 Tyrkland* 474.766 515.817 8,6 *Lönd utan ESB Ítalía; 17,90% Spánn; 11,90% Pólland; 10,30% Frakkland; 9,90% Þýskaland; 9,10% Grikkland; 8,60% Austurríki; 8,50% Rúmenía; 5,70% Svíþjóð; 2,20% Aðrir; 16,10% ÖFLUGUSTU RÍKI ESB Í LÍFRÆNNI FRAMLEIÐSLU 2014 St atistica l book s Agriculture, forestry and f ishery stat istics 2015 edition ISSN 2363-2 488 Lífrænum landbúnaði vex ásmegin í Evrópu: Yfir 10 milljónir hektara nýttir undir lífræna framleiðslu í ESB-ríkjunum − Svar við massaframleiðslu einkaleyfisvarðaðra erfðabreyttra afurða samhliða notkun eiturefna Mynd / ingredientnetwork.com

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.