Bændablaðið - 22.09.2016, Qupperneq 24

Bændablaðið - 22.09.2016, Qupperneq 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Félag ljóðaunnenda á Austurlandi 20 ára: Gefur út sextándu ljóðabók austfirskra ljóðskálda sem flest tengjast sveitinni – Tvær bækur af öðrum toga koma út á vegum félagsins nú í haust Félag ljóðaunnenda á Austurlandi á tuttugu ára afmæli á þessu ári. Félagið hefur ekki síst vakið athygli fyrir einstaka eljusemi félagsmanna við að gefa út bókaflokkinn Austfirsk ljóðskáld. Magnús Stefánsson, ritstjóri og fyrrverandi kennari á Fáskrúðsfirði, er helsta driffjöðrin í Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi og hefur haldið utan um útgáfumálin. Hann kom færandi hendi á dögun- um á ritstjórn Bændablaðsins með nýjustu afurðina, ljóðabókina „Á líðandi stund“. Hún er eftir Jón Sigurðsson, síðasta bóndann að Dalshúsum í Eyvindardal og síðar bónda á Eiðum og var svo póst- og símstöðvarstjóri á Eiðum til dauða- dags 9. ágúst 1966. Magnús hefur starfað lengst af ævi sinnar sem kennari, en er nú hættur kennslu sökum aldurs. Lengst af hefur hann verið á Fáskrúðsfirði, þar sem hann býr enn. Hann segir að vinnan við bókaútgáfuna hafi fyrst og fremst verið hans áhugamál undanfarin ár. Þar hefur Magnús haldið utan um útgáfumál félagsins og þar á meðal um útgáfu ljóða- bókaflokksins Austfirsk ljóðskáld sem telur nú 16 titla. Félagið varð 20 ára í sumar „Félag ljóðaunnenda á Austurlandi var stofnað sumarið 1966 og varð því 20 ára nú í sumar. Fyrsta bók félagsins kom út 1999, en hún heitir Raddir að austan og er safn ljóða eftir 122 þálifandi austfirska höfunda,“ segir Magnús. „Árið 2001 byrjuðum við að gefa út ljóðaflokkinn sem við nefnum austfirsk ljóðskáld. Síðan hefur komið út ein bók á ári í þessum flokki. Sextánda bókin, „Á líðandi stund“, kom út nú í ágúst. Hún er eftir Jón Sigfússon, sem oftast var kenndur við Eiðar og var bóndi þar á árunum 1945 til 1956. Áður hafði hann verið bóndi á Dalhúsum í Eyvindardal og var þar síðasti bóndinn. Þaðan flutti fjölskyldan 1945 og fór þá til Eiða. Dalhús fóru þá í eyði, en bærinn blasir við þegar ekið er um þjóðveginn um Egilsstaðaskóg í Eyvindardal.“ Jöfn kynjaskipting þó enginn sé kynjakvótinn „Það er gaman að geta þess að nú þegar bækurnar í flokki austfirskra ljóðskálda eru orðnar 16, þá er kynjaskipting höfunda jöfn. Átta bækur eftir konur og átta bækur eftir karla. Þessi kynjaskipting var alls ekki meðvituð og enginn kynja- kvóti í gangi og ekki sérstaklega að þessu stefnt. Við erum hins vegar ánægð með að hlutföllin skuli vera svona jöfn. Þá er heldur ekki búið að ákveða hver verði bók næsta árs, en ég er samt viss um að sautjánda bókin kemur út á næsta ári.“ Nátengt landbúnaði Önnur tilviljun við útgáfu bóka- flokksins Austfirsk ljóðskáld er líka áhugaverð. Við yfirferð yfir lista þeirra bóka sem komið hafa út í þessum bóka- flokki og höfunda þeirra kom í ljós að þeir hafa flestir eða allir eitthvað sam- eiginlegt. „Margir þessara höfunda eru tengdir landinu og landbún- aði á einhvern hátt,“ segir Magnús. Í þessum hópi eru t.d. margir sem um lengri eða skemmri tíma hafa verið bændur. Ljóðabókaútgáfa er ekki ávísun á fjárhagslegan arð Nú gengur bókaútgáfa oft misvel fjárhagslega, hvernig farið þið að því að halda út svo lengi? „Við vorum svo heppin að hverfa fljótlega frá því að innheimta árgjöld í félaginu. Var því breytt í það form að félagsmennirnir kaupa bók ársins hverju sinni í flokknum Austfirsk ljóðskáld. Við höfum verið um 110 manns í félaginu og allt að hundrað manns hafa keypt bækurnar. Það hefur tryggt þessa sölu. Ég hef oft sagt að ef við hefðum ekki tekið upp þetta form þá væri félagið fyrir löngu búið að leggja upp laupana. Það hefði verið sjálfhætt, þar sem ljóðabækur seljast ekki í bílförmum eins og allir vita. Þessi tryggi hópur félagsins hefur tryggt það að starf- semin hefur haldist gangandi. Ég vil þó ekki vanmeta það að menning- arráð Austurlands styrkti okkur oft, en það heitir nú Uppbyggingarsjóður Austurlands. Við erum að gefa út þrjár bækur á þessu ári og fengum alls 300 þúsund króna styrk til að hjálpa okkur við þá útgáfu. Við stefnum að því að útgáfan standi undir sér án þess að skila miklum hagnaði og hjá okkur er ekki greidd- ur út neinn arður til félagsmanna. Þetta verður reyndar að standa undir sér, því annars er þetta dauðadæmt. Þá gefum við heldur ekki út bækur nema við sjáum fram á að geta greitt kostnaðinn.“ Þrátt fyrir þessa formúlu að rekstri félags um bókaútgáfu er alls ekki sjálfgefið að slíkt félag lifi svo lengi. Magnús hefur þó skýringu á því. „Þetta er viss þrjóska. Ég hef oft sagt þá gamansögu að það hafi hjálpað til með úthaldið að sumarið 2001, þegar fyrsta bókin í ljóða- bókaflokknum var í undirbúningi, þá sagði ég sem formaður félagsins við með stjórnarmenn mína: – Við skulum láta standa á kápunni að þetta sé fyrsta bók í flokknum Austfirsk ljóð skáld. Þeir sögðu nei, það skulum við ekki gera því það verð- ur okkur til ævar- andi skammar ef þetta yrði svo eina bókin sem kæmi út og á henni stæði Austfirsk ljóðskáld 1. Ég tel að þetta ásamt öðru hafi orðið til þess að haldið var áfram með útgáfu á þess- um bókaflokki. Þessi ákvörðun um að nefna það ekki að um fyrstu bók væri að ræða í bókaflokknum hafi orðið mér brýning, því innst inni var það alltaf í huga mínum; þetta heldur áfram. Ég gerði mér þó ljóst að fljótlega verði settur punktur aftan við útgáfu þessa bókaflokks. Mér finnst samt að fyrst bækurnar eru orðnar 16, þá sé gaman að ímynda sér að þær geti orðið 20.“ Ljóðabækur geta selst í bíl- förmum Ekki er þó algilt að sala á ljóðabók- um sé slakari en annarra bókmennta. Má þar nefna ljóðabókina Bréf til Myndir / HKr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.