Bændablaðið - 22.09.2016, Page 30

Bændablaðið - 22.09.2016, Page 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Helgina 16. – 17. september var hrossum smalað af Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu og rétt- að í Skrapatungurétt. Afrétturinn er bæði fyrir Húnavatnshrepp og Blönduósbæ. Skrapatungurétt er ein af stærstu hrossaréttum á Norðurlandi vestra og er afar fjölsótt. Blönduósbær og Skagabyggð sjá um réttina og var hafist handa við endurbætur á henni árið 2010. Var Norðurá þá farin að ógna réttinni og hafði rutt burt grjótgörðum við bakkana neðan við réttina. Þessir grjótgarðar voru reistir til að verja réttina fyrir ágangi árinnar sem oft flýtur yfir bakka sína í vorleysing- um. Ernu Bjarnadóttir, forstöðu- manni skrifstofu- og félagssviðs Bændasamtak Íslands, var boðið að taka þátt í smölun hrossa- nna. Á laugardeginum var riðið frá Strjúgsstöðum í Langadal um Strjúgsskarð yfir í Laxárdal sem liggur samhliða Langadal. Skarphéðinn Einarsson skólastjóri Tónlistarskólans á Blönduósi var fararstjóri þeirra sem fóru yfir Strjúgsskarð, en auk þess kom annar hópur ríðandi fólks frá Gautsdal. Fjöldi fólks, bæði heimamenn og gestir þeirra auk skipulagðra ferðahópa, tóku þátt í hópreiðinni. Áætlað var að ríflega 200 manns hafi riðið á eftir stóðinu og gangna- mönnum, e Gangnamenn voru auk 30-40, þannig að hátt í 300 manns munu hafa riðið til réttar. Gerður var góður stans við eyðibýlið Kirkjuskarð sem heitir eftir samnefndu skarði milli fjalla fyrir ofan bæjarstæðið. Þar hvíldu hross sig, ferðafólk nærði sig og margir tóku lagið Menningarfélagið Refsborg sá um veitingasölu þar sem og í réttinni daginn eftir. Alls var um 250 hrossum smalað af Laxárdal og önnur 150 bættust við af nærliggjandi svæðum þannig að um 400 hross voru rekin í réttina. Mestur hluti hrossanna var tryppi þar sem flestir stóðbændur hafa hryssur með folöldum heima við á sumrin og nýta til blóðtöku sem selt er til lyfjaiðnaðar. Hefur hrossum í réttinni þannig fækkað um helming á síðustu 10 árum. Veðrið lék við mannskap- inn báða dagana og var hin besta skemmtun að taka þátt. /HKr. Um 400 hrossum smalað í Skrapatungurétt Hrossasmölun í Skrapatungurétt er mikill viðburður á hverju hausti sem dregur að fjölda ferðamanna. Hér hlaupa hrossin frá Kirkjuskarði eftir áningu. Myndir / Erna Bjarnadóttir Skrapatungurétt. Ingibjörg Jósefsdóttir í Enni. Hún er með 50 fullorðin hross auk folalda og tveir skipulagðir ferðahópar með útlendinga með í för, annar þeirra kom aðra leið, frá Gautsdal. Áning á miðjum Laxárdal við eyðibýlið Vesturá.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.