Bændablaðið - 22.09.2016, Side 34

Bændablaðið - 22.09.2016, Side 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Bandarísku hjónin Russ Sims Jr. og kona hans, JoAnne Sims, komu til Íslands í septemberbyrjun með minningarskjöld í farteskinu. Eftir tveggja vikna ferðalag um landið komu þau á Langanes, þangað sem ferðinni var heitið. Við fyrrum flug- völlinn á Sauðanesi á Langanesi er nefnilega flugvélarflak af banda- rískri flugvél sem flugmannin- um Russel Sims Jr., föður Russ, mistókst að lenda. Þann 25. júlí 1969 var birgða- vél á vegum US Navy á leið frá Keflavík til Þórshafnar. Vélin var af gerðinni Douglas R4D-S og var flugstjóri Russel W. Sims Jr., en hann átti að baki langan feril í bandaríska sjóhernum. Aðstoðarflugstjóri var Daniel A. Blycker. Fjórir farþegar voru um borð. Sauðanesflugvöllur var 1.140 metrar á lengd og 40 metrar á breidd. Flugvöllurinn var ekki með neinn flugumferðarturn en flugstjórar höfðu samband við flugvallarvörðinn í gegnum talstöð. Þegar flugvélin nálgast flugvöllinn hefur flugstjór- inn samband við flugvallarvörðinn og fær upplýsingar um veður, vind og flugbraut. Það var heiðskírt þennan dag og 2–5 metrar á sekúndu. Þegar hann flaug yfir völlinn sá hann vindsokkinn og sýndist hann sýna sömu vindátt og hafði verið gefin upp í talstöðinni en fannst hann blása töluvert meira. Á þessum tímapunkti ákvað flugstjórinn að fljúga rúma 24 kílómetra í norður til að komast yfir heimskautsbaug, bæði sér og farþegum til ánægju. Það liðu því um 15–20 mínútur frá því að hann fær upplýsingar um veður og þar til hann lendir flugvélinni. Þegar vélin lendir bendir ekk- ert til þess að eitthvað muni gerast. Flugstjórinn byrjar að bremsa og vitni taka eftir því að nefið á vélinni rís upp og niður og þegar bremsað er í þriðja sinn tekur vélin að leita til hægri og hann missir vald á stýrinu. Reikar vélin enn meira til hægri næstu 360 metrana, fer út af flugbrautinni og fer í gegnum háan stafla af rekavið. Hélt vélin áfram um tíu metra þar til springur á vinstra dekkinu og hún stöðvast. Enginn slasaðist og enginn eldur braust út. Samkvæmt tjónaskýrslu á flugvélinni og vegna fjarlægðar flugvallarins frá Keflavík, þótti ekki hentugt að reyna að gera við vélina. Var hún því dregin í burtu og skilin eftir sunnan megin við flugbrautina. Einnig kemur fram í skýrslunni að slysið sé að mestu flugstjóranum Russel W. Sims Jr. að kenna og er ástæðunum listað í skýrslunni. Heiðraði minningu föður síns Mynd / Gréta Bergrún Jóhannesdóttir Mynd / Úr einkasafni Mynd / Úr einkasafni Mynd / Gréta Bergrún Jóhannesdóttir

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.