Bændablaðið - 22.09.2016, Síða 36

Bændablaðið - 22.09.2016, Síða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Hvað segja bændur? er heiti á nýrri þáttaröð sem hóf göngu sína á Sjónvarpsstöðinni N4 síðastliðið sunnudagskvöld. Alls eru tíu þættir í röðinni og verða þeir á dagskrá fram eftir nóvembermánuði, kl. 21 á sunnudagskvöldum. Fjallað er um íslenskan landbúnað í allri sinni fjölbreyttu mynd, en hver og ein búgrein innan Bændasamtaka Íslands mun koma við sögu. Þetta er eitt stærsta og viðamesta verkefni sem N4 hefur unnið að, en vinnsla þáttanna hefur staðið yfir í rúmt eitt ár. „Það er auðvitað ákveðinn léttir að þættirnir eru komnir á dagskrá og við hlökkum til að sjá hver við- brögðin verða. Við höfum unnið að þessu í rúmt ár og það er alltaf gaman að sjá hugmyndir verða að veruleika,“ segja þau Birna Pétursdóttir dagskrárgerðarkona og Árni Þór Theodórsson kvikmynda- gerðarmaður, en þau bera hitann og þungann af gerð þáttanna. Hafa ferðast nánast um land allt og lent í ótal ævintýrum á ferðalögum sínum liðið ár. Vandað til verka „Við höfum lagt mikinn metnað í þetta verkefni og ég er afskaplega ánægð með árangurinn, þættirnir eru fræðandi, gefa glögga mynd af íslenskum landbúnaði út frá mismunandi búgreinum, ólíkum landsvæðum og þeim tækifær- um sem eru til staðar í atvinnu- greininni. Fjölbreytnin í landbún- aði er mikil,“ segir María Björk Ingvadóttir, framkvæmda- og rekstrarstjóri N4. Markmiðið með þáttagerðinni hafi einkum verið að stuðla að aukinni umfjöllun um landbúnað og auka þar með við þekkingu Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is allt fyrir öryggið! Verið velkomin á Sjávar útvegs- sýninguna í Laugardalshöllinni 28.-30. september 2016. Þáttaröðin Hvað segja bændur? hóf göngu sína á sjónvarpsstöðinni N4 síðastliðið sunnudagskvöld. Þetta er eitt viðamesta verkefni sem stöðin hefur ráðist í. Dagskrárgerð var í höndum Árna Þórs Theodórssonar og Birnu Pétursdóttur, sem hér eru með Maríu Björk Ingvadóttur, framkvæmda- og rekstrarstjóra N4. Mynd / MÞÞ Tökur undirbúnar, en þau Birna og Árni ferðuðust um land allt til þess að leita fanga.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.