Bændablaðið - 22.09.2016, Page 55

Bændablaðið - 22.09.2016, Page 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 Nú þegar haustar dimmir snemma á kvöldin og er gott að huga að afturljósaútbúnaði. Mjög margir nýir bílar eru þannig útbúnir að engin afturljós eru á bíl- unum og þarf að kveikja ljósin þegar farið er af stað til að fá afturljósin á bílinn. Mjög margir virðast ekki vita að það er skylda að vera með ljós allan hringinn á ökutæki til að vera löglegur í umferð. Ég hef farið víða í sumar og haust og séð ýmis farar- tæki í umferðinni mis vel útbúin. Þeir sem eru með kerrur í afturdragi eru of margir með innan við lág- marks afturljósabúnað á kerrunum sem getur valdið óþægindum fyrir aðra í umferðinni. Oftast er þetta ein pera eða sambandsleysi í tengingum eða perustæðum sem lítið mál er að laga. Mikill munur á skráðum kerrum og óskráðum kerrum Það virðast ekki allir vita að munur- inn á skráðum kerrum og óskráðum kerrum er mikill, en helsti munurinn er að í uppgefnum hámarkshraða segir að bílar sem draga kerrur megi ekki fara hraðar en á 80 km hraða. Þetta á við um kerrur sem eru með númer og kallast skráðar kerrur. Sé hins vegar verið með kerru í eftir- dragi sem er númerslaus og óskráð má ekki fara upp fyrir 60 km hraða. Ég hef nokkrum sinnum nefnt þetta við félaga mína sem draga fjórhjól og mótorhjól á kerrum og fæstir virðast vita þetta. Fyrir nokkru nefndi ég þetta við lögregluþjón og sagði hann mér að stundum væri nauðsyn að horfa fram hjá þessu þar sem umferðarþungi er mikill og það væri ekki bjóðandi þungri umferð að hafa einhvern „Jónas“ með stóra lest á eftir sér á umferðarþungri götu þegar bæði bíll og kerra virðist í góðu lagi. Það væri margt annað sem í hans huga mætti frekar laga í umferðarmenningu. Að lokum smá upprifjun um rafgeyma fyrir veturinn Rafgeymavandamál er eitthvað sem margir kannast við, en Arnar Tryggvason, vörustjóri hjá N1, á góðar upplýsingar um meðferð raf- geyma. Þegar tæki fer í lengri geymslu skal aftengja geymapóla, í það minnsta annan pólinn, og hlaðið geyminn á 2 mánaða fresti með viðurkenndu góðu hleðslutæki eða hafið hann tengdan við vaktara af réttri stærð. Ekki láta rafgeyma standa á köldu gólfi innandyra, best er að hafa sama hitastig á öllum raf- geyminum. Rafgeymi skal geyma á köldum stað til að minnka sjálfaf- hleðslu. Fylgjast þarf vel með vatni á neyslurafgeymum. Hafið póla vel hreina og smurða með pólafeiti og helst lakka yfir með pólalakki, það minnkar hættu á „spanskgrænu“. Ef tæki er ítrekað rafmagnslaust skal gæta að eftirfarandi: Er hleðsla nóg? Er tæki keyrt nógu lengi til aða vinna upp hleðslu? Er lekastraumur of mik- ill? (Eðlilegur lekastraumur í bíl er um 0,03 mAmp.) Muna þarf að hlaða vel rafgeymi fyrir notkun eftir langa geymslu. Hafa ber í huga að sjálfafhleðsla rafgeymis getur verið allt að 10% á mánuði. liklegur@internet.is ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI Hjörtur L. Jónsson Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði KANTUR SKOLLANS FLYTJA STILLA AÐFALL SKILJA BYLGJA SÓSJÁLF-RÁTT J Á L F K R A F A KMANNA A R L A ÆTTAR- SETUR ÓSKIPULAG Ó Ð A L ÚHÁMA Ð A R Ó A S T D A N S A L MUNDATÆPUR O T A L GYÐJA KAMBURÍ RÖÐ B U R S T ÞEFJAÁTT A N G A SVIF TVEIR EINSFUGL M ÞRÆLA- SALA PYNGJA SEFAST ANDVARP O R M U R ELDSNEYTI NÝJA SLAG- HARPA U N G A SAGGI SKÍFA ÁSLANGA N Á N D RJÚFAALMÆTTI O P N A ÖRVERPISAMTÖK U R P TNÁLÆGÐ N N BLÓMPINNI D A L Í A SAFNA SAMAN MARR S M A L ATVEIR EINS Í BLÖKKROTNUN T A L Í A DÚTLAÁN B A U K A PENINGAR E F I TAMUR MÁLM- HÚÐA V A N U R SKRIFA INNSIGLI R I T A T Ú T T A MERGÐFARFA Ó T A L FARVEGUR TVÍHLJÓÐI VEIÐAR- FÆRI A USNUÐ T I T I L L HNETAKOMAST A K A R N Í RÖÐ RNAFNBÓT U R SNÚINN Ý U R N A D Á FÆTI I T N Á N KEYRSLA KLEFI A K K Á S E T T U A RMINNKA ÓVISSA 45 KRYDD- BLANDA ANGAR DANS KANN SJÁVAR- BOTN UM- TURNUN GLÓÐA ÞIL HRÓPA Á FLÍK GUFU- HREINSA MAÐK VEIÐAR- FÆRI RUNNI BAUN NAFNGIFT ÆTÍÐ JURT TVEIR EINS TVEIR EINSTRIMMA KROTI MÁLHELTI STAFIR SNERILL RJÚKA MEGIN SKELDÝR FRAMRÁS JURT SAMTÖKFERMA VANSÆMD AF- HENDING HLERI TRÉ EIN- SÖNGUR MAGN KÁRNA SPILLA BJÚGA TVEIR EINS ÍLÁT HVÍLD ERGJA VEFENGJA BIKSTARFS-GREIN FARVEGUR ÁLITS MÖKK KÆRLEIKUR AÐ- RAKSTUR MÁTTUR TÆKIFÆRI VÖRU- MERKI FITA NIÐUR- LÆGJA AUSTUR- ÁLFA ÓNEFNDUR SKÓLI REYNDAR KRYDD AND- SPÆNIS GEGNA LEIÐSLA GÁSKIÁN Í RÖÐ 46 Hugað að haustverkum: Margir mættu huga að afturljósum á farartækjum og kerrum

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.