Bændablaðið - 01.12.2016, Side 18

Bændablaðið - 01.12.2016, Side 18
18 Bændablaðið | fimmtudagur 22 mars 2016 10 ára afmæli hestabrautar Fjölbrautaskóla Suðurlands: Boðið upp á flotta og skemmtileg sýningu HROSS&HESTAMENNSKA Hestabraut Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi fagnaði nýlega 10 ára afmæli og var af því tilefni boðið til glæsilegrar sýn- ingar í reiðhöll Sleipnis á Selfossi. „Við stefnum áfram með brautina og fylgjumst með þróuninni innan greinarinnar. Við erum komin í sam- band við skóla í Svíþjóð sem við bindum vonir við að þróist áfram og skemmtilega. Jafnvel að við náum að tengja við fleiri lönd eins og t.d. Þýskaland en þar er mikill Íslandshesta áhugi,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Á sýningunni sýndu núverandi og fyrrverandi nemendur æfingar og leikni sína á hestum. Í dag eru 35 nemendur skráðir á hestabrautina, þar af eru 5 nemendur af starfsbraut í verklegum hestaáföngum. Þá hafa 35 nemendur lokið námi af tveggja ára hestabraut og 5 síðasta vor af þriggja ára hestalínu og stúdentsprófi. Á vori komandi munu líklega 7 ljúka þriggja ára línunni og stúdentsprófi og 10 af tveggja ára brautinni. Kennarar brautarinnar eru Arnar Bjarki Sigurðsson, Freyja Hilmarsdóttir, Sigurður Torfi Sigurðsson og Sisel Tveten. Að auki fá þau gestakennara í stöku tíma og áfanga þegar það á við. 78% nem- enda á brautinni eru stelpur. /MHH Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann var með skemmtilega sýnikennslu á hestinum sínum og skýrði út á Hulduheimar á Selfossi 10 ára Leikskólinn Hulduheimar á Selfossi fagnaði nýlega 10 ára afmæli sínu. Í skólanum eru um 130 börn og 38 starfsmenn. Haldið var upp á daginn með fánahyllingu, afmælis- söng og afmæliskaffi fyrir fjölskyld- ur barnanna. Magnús Hlynur H r e i ð a r s s o n mætti í afmælið og tók meðfylgj- andi myndir. MENNING&LISTIR Konan í myrkrinu í sviðsljósinu eftir Marion Pauw Á glæpasagnahátíðinni Iceland Noir var á dögunum veitt verðlaun fyrir bestu þýddu glæpasöguna á Íslandi árið 2016, Ísnálin, og hlaut hollenska g læpasagan Konan í myrkrinu eftir Marion Pauw í þýðingu Rögnu Sigurðardóttur verðlaunin. Konan í myrkrinu fjallar um Írisi og Ray. Íris er ungur lögfræðingur og einstæð móðir sem reynir að fóta sig á framabrautinni samhliða því að sjá um erfiðan son sinn. Ray, sem er ekki eins og fólk er flest, er lokaður inni á stofnun eftir að hafa verið dæmdur fyrir hrottalegt morð á ungri konu og dóttur hennar. Leiðir Írisar og Rays liggja óvænt saman sem verður til þess að af stað fer atburðarás sem gjörbreytir lífi þeirra. Marion Pauw er drottning holl- enskra spennusagna.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.